Fréttir

Deiliskipulag Dysnesi Hörgársveit

Miðvikudaginn 19. ágúst 2015 var haldin í Hlíðarbæ kynning á tillögu að deiliskipulagi Dysness Hörgársveit. Finna má kynninguna hér og undir skipulagsmál-deiliskipulag og smella á kynningu.   ...

Dagskrá - Sæludagur í sveitinni 1. ágúst 2015

Minnum á sæludaginn 1.ágúst n.k.  Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá víðsvegar í sveitarfélaginu. Sjá hér....

Göngur haustið 2015

Ákveðið hefur verið að 1. göngur í Hörgársveit haustið 2015 verði frá miðvikudeginum 9. september til sunnudagsins 13. september. Aðrar göngur verða viku síðar....

Sumarlokun á skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa 27. viku ársins, þ.e. frá 6. til 10. júlí....

Fundur Norðurorku hf. og Hörgársveitar

 Fundur Norðurorku hf. og Hörgársveitar Fimmtudaginn 11. júní n.k. kl. 20:00 í Hlíðarbæ Dagskrá: 1.  Vatnsvernd og vatnsverndarsvæði 2.  Sérstaða vatnsverndarsvæða þar sem ólík starfsemi er innan svæðanna 3.  Samstarfsverkefni Samorku og Neyðarlínunar 112 4.  Fyrirspurnir og umræður Íbúar Hörgársveitar eru hvattir til að mæta...

19. júní 2015

Föstudaginn 19. júní 2015 fagna landsmenn 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Af því tilefni og til að sem flestir geti fagnað því að heil öld verður liðin frá þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar, hefur sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkt að öllu starfsfólki sveitarfélagsins verði gefið frí frá kl. 12.00 á afmælisdaginn. Lokað verður því í Leikskólanum Álfasteini frá kl. 12.00 o...

Álftasteinn 20 ára

Ágætu sveitungar Leikskólinn Álfasteinn verður 20 ára þann 5. júní nk. og af því tilefni viljum við bjóða öllum sveitungum í afmælisveislu milli kl. 10:00 og 12:00 þann dag. Með bestu kveðju og von um að sjá sem flesta Starfsfólk og börn á Álfasteini ...

Aðalfundur Sögufélags Hörgársveitar

Aðalfundur Sögufélags Hörgársveitar verður haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum föstudagskvöldið 12.  júní næstkomandi klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf og að sjálfsögðu kaffi. Félagsmenn hvattir til að mæta og nýjir félagar velkomnir. Stjórnin. ...

Gámasvæðið Akureyri

Þann 8. júní 2015 verða breytingar gerðar á Gámasvæðinu við Réttarhvamm á Akureyri. Notendur munu þurfa klippikort til að komast inn á Gámasvæðið og munu þeir sem greiða sorphirðugjald (greiða sérstakt sorphirðugjald samkv. gjaldskrá) á Akureyri 2015 fá sent eitt kort.  Þeir sem ekki greiða sorphirðugjald á Akureyri geta keypt kort á Gámasvæðinu eða í þjónustuveri Akureyrarbæjar. Nauðsynlegt...

Nýtt hefti af Heimaslóð

Nýlega kom út 12. hefti Heimaslóðar, sem nú hefur undirtitilinn Árbók Hörgársveitar. Efni ritsins er fjölbreytt, skrifað bæði af heimamönnum, brottfluttum íbúum og utansveitamönnum. Þeir sem vilja gerast áskrifendur að Heimaslóð geta sent tölvupóst til Seselíu Gunnarsdóttur silla2911@gmail.com...