Fréttir

Sögumannastund á Möðruvöllum 10. ágúst

Í tengslum við sýningu Minjasafnins "Hér á ég heima" munu sagnamenn úr Hörgársveit fara á flug í Leikhúsinu á Möðruvöllum laugardaginn 10. ágúst kl. 13-16  og  segja sögur úr sveitinni, bæði sennilegar og ósennilegar og spjalla við gesti og gangandi. Heitt verður á könnunni. Aðgangur er ókeypis en atburðurinn er styrktur af Menningarráði Eyþings og Landsbankanum....

Hér á ég heima! Munir, myndir og sagnir úr Hörgársveit.

Safn í útrás? Í tilefni þess að 50 ár eru frá fyrstu sýningu Minjasafnsins á Akureyri heldur safnið í sýningarför um Eyjafjörð. Það er frekar óvenjulegt að söfn ferðist um en í tilefni þess að  50 ár eru frá fyrstu sýningu safnsins verða settar upp fjórar sýningar í sveitarfélögum sem safnið eiga. Í sýningunum er lögð áhersla á að sýna ljósmyndir og gripi frá viðkomandi sveitarfélagi fyrir si...

Egill Már Íslandsmeistari

Egill Már Þórsson frá Skriðu varð á dögunum Íslandsmeistari barna í fjórgangi.   Egill hefur keppt í hestaíþróttum frá fimm ára aldri enda snýst daglegt líf á Skriðu mikið um hesta og hestamennsku. Í fjórgangi er keppt í feti,  tölti, brokk og stökk Reiðskjótinn var 6 vetra meri, Saga frá Skriðu. Verður að teljast ánægjulegt að svo ungur knapi á svo ungum reiðskjóta hampi...

Skrifstofan lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Hörgársveitar verður lokuð frá föstudeginum 12. júlí vegna sumarleyfa og opnar aftur mánudaginn 22. júlí....

Dylan-messa á sunnudagsköld

Dylanguðsþjónusta verður í Möðruvallaklausturskirkju sunnudagskvöldið 14. júlí kl. 20.30. Um er að ræða guðsþjónustu, þar sem tónlist eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan verður leikin. Bob Dylan er frumherji á tónlistarsviðinu og hefur með tónlist sinni m.a. barist fyrir mannréttindum og miðlað trú. Fjallað verður um þennan merka listamann og ritningartextar lesnir, sem hafa t.a.m. haft áh...

Íslenski safnadagurinn á sunnudag

Íslenski safnadagurinn er næstkomandi sunnudag þann 7. júlí. Söfn um allt land taka þátt með einum eða öðrum hætti þátt í deginum. Minjasafnið á Akureyri býður uppá leiðsögn kl 14 og 15 þennan dag um sumarsýningu safnsins Norðurljós- næturbirta norðursins. Minjasafnið og Sjónlistamiðstöðin eru með frítt inn og eftirfarandi söfn í Eyjafirði eru með 2 fyrir 1 af aðgangseyri: Leikfangasýningin í Fri...

Friðarhlaupið um Hörgársveit

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Hlaupið verður um Hörgársveit á mánudaginn 1. júlí. Hlaupararnir koma frá Akureyri um kl. 11:30 ...

Fífilbrekkuhátíð að Hrauni

Sunnudaginn 16. júní verður árleg Fífilbrekkuhátíð haldin að Hrauni í Öxnadal. Hátíðin hefst með göngu frá Hrauni að Hraunsvatni og til baka. Lagt af stað kl. 9:00 frá Hrauni.  Að lokinni göngu, klukkan 14:00, hefst hátíðardagskrá sem tileinkuð er Jónasi Hallgrímssyni þar sem Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar syngur nokkur lög við ljóð Jónasar og félagar úr Leikfélagi Hörgdæla lesa úr ...

Afmæli Hörgársveitar

Afmælisdagur Hörgársveitar er 12. júní. Íbúar eru hvattir til að flagga í tilefni dagsins. Á afmælisdaginn heldur Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar tónleika í hlöðunni að Stóra-Dunhaga í samstarfi við Leikfélag Hörgdæla. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 ...

Kórtónleikar

Kór Möðruvallaklausturprestakalls heldur í samvinnu við Leikfélag Hörgdæla tónleika við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal.  Frumflutt verða þrjú ný lög eftir tónskáldin Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, Daníel Þorsteinsson og Guðmund Óla Gunnarsson Kórstjóri er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Miðvikudaginn 12. júní kl. 20:00 í hlöðunni að Stóra...