Fréttir

Eyðibýlarannsókn í Eyjafirði

Þessa dagana er verið að rannsaka eyðibýli og yfirgefin hús í Eyjafirði. Rannsóknin er hluti af rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu "Eyðibýli á Íslandi", sem er á vegum áhugamannafélags sem arkitektar, sagnfræðingar og jarðfræðingar o.fl. standa að. Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin yfirgefin hús á Íslandi. Í framhaldinu að kanna...

Norsk heimsókn í Hörgársveit

Hópur Norðmanna sem rekur ættir sína til landnámsmanna á Íslandi kom í heimsókn í liðinni viku. Þeir rekja ættir sínar til Öndótts Kráku, en afkomendur hans nefndust Kræklingar og við þá er Kræklingahlíð kennd.  Norðmennirnir eru búsettir í Kvinesdal í Suður-Noregi. Þeir hittu sveitarstjóra og oddvita Hörgársveitar, sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og fulltrúa úr bæjarstjórn Ak...

Sr. Solveig Lára kjörin vígslubiskup

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var kjörin vígslubiskup á Hólum. Hún hlaut 96 atkvæði í síðari hluta kosninganna, en sr. Kristján Björnsson hlaut 70 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 8. Sr. Solveig Lára verður vígð í embætti á Hólahátíð, þ. 12. ágúst nk. af  biskupi Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur . Sr. Solveig Lára hefur verið sóknarprestur að Möðruvöllum í Hörgárdal fr...

Kjörskrá liggur frammi

Kjörskrá fyrir Hörgársveit vegna forsetakosninganna 30. júní nk. liggur frammi í skrifstofu sveitarfélagsins til kjördags. Á kjörskránni eru alls 440 manns. Kjörfundur fyrir sveitarfélagið verður í Hlíðarbæ og hefst hann kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00....

Jónasarlaug ljóðskrýdd

Jónasarlaug hefur opnað aftur eftir lagfæringar á bökkum laugarinnar. Þar hafði komið fram galli á flísalögn sem olli því að flísarnar losnuðu og skriðu fram. Nú skartar laugin sínu fegursta og hefur verið skrýdd ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Ljóðin eru prentuð á glerveggi laugarinnar þannig að hægt er að horfa á náttúruna í gegnum ljóð Jónasar.Ljóðin voru afhjúpuð á afmæli sveitar...

Vinnuskólinn tekur til starfa

Vinnuskóli Hörgársveitar tók til starfa í gær. Þátttakendur eru 17 talsins úr 9. og 10. bekk. Þessir hressu krakkar munu sinna margvíslegum störfum um allt sveitarfélagið í júní og júlí, einkum snyrtingu og hreinsun. Hægt er að sjá stærri mynd með því að smella á myndina....

Fífilbrekkuhátíð á laugardag

Fífilbrekkuhátíð 2009Menningarfélagið Hraun í Öxnadal heldur árlega Fífilbrekkuhátíð að Hrauni laugardaginn 9. júní næstkomandi. Um morguninn efna Ferðafélagið Hörgur og Ferðafélag Akureyrar til gönguferðar á Halllok sem er norðurendi Drangafjalls, utan við Hraundranga. Klukkan 13:00 hefst stutt dagskrá á Hrauni, Þórhildur Örvarsdóttir syngur Jónasarlög og almennur söngur verður við ha...

Álfasteinn fær Heilsufánann

Leikskólinn Álfasteinn fékk í dag afhentan Heilsufána Heilsustefnunnar.  Heilsustefnan er kennd við Unni Stefánsdóttur.  Yfirmarkmið hennar eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.   Athöfnin fór fram á vorhátíð leikskólans í blíðskaparveðri. Leikskólinn fékk góðar gjafir, m.a. frá Þelamerkurskóla. Boðið var upp á grillaðar p...

Smárinn: Sumaræfingar hefjast

Smáraæfingar hefjast í næstu viku, mánudaginn 4. júní. Í frjálsum  íþróttum æfa allir aldurshópar á þriðjudögum kl. 20:00-21:30. Á sama tíma á fimmtudögum eru æfingar fyrir þá sem eru fæddir 2001 og fyrr.Þjálfari er Steinunn Erla Davíðsdóttir. Fótboltaæfingar fyrir alla aldurshópa eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:00-21:30.Þjálfarar eru þeir Arnór H. Aðalsteinsson og Birkir H. Aðalsteins...

Skipulag á sorphirðu

Hörgársveit hefur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, unnið formlegt skipulag fyrir umhverfisvæna sorphirðu í sveitarfélaginu. Markmið skipulagsins er að halda kostnaði við sorphirðu í lágmarki. Þannig beri þeir sem „framleiða“ úrgang mestan kostnað við að meðhöndla hann. Skipulagið má sjá hérAð tillögu skipulags- og umhverfisnefndar hefur sveitarstjórnin afgreitt plagg sem nefnist „Skipulag sorp...