Fréttir

Bankahús til sölu

Húsið er það stóð við Ráðhústorg.Stórhýsið Berghóll II, sem áður stóð við Ráðhústorg á Akureyri, er til sölu og brottflutnings. Í húsinu var m.a. Akureyrarútibú Búnaðarbanka Íslands.   Húsið er úr timbri og var reist árið 1908. Það var flutt á núverandi stað um 1970. Þar sem það stóð áður, gegnt Nýja bíói, var götuhæð með fullri lofthæð úr steini, enda er húsið reisulegt á myndum f...

Vatnstúrbína og rafall í Hrauni gerð upp

Nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) hafa gert upp vatnstúrbínuna og rafalinn í Hrauni í Öxnadal. Uppgerð túrbínunnar var á höndum Magnúsar Þórs Árnasonar, Snorra Björns Atlasonar og Sævars Lárusar Áskelssonar.  Uppsetning og prófun var framkvæmd af öllum nemendum í áfanganum VIR 104. Þrjár vinnuferðir voru farnar að Hrauni, 25. apríl var túrbínan gangs...

Íbúafundur um aðalskipulag

Frumdrög að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 hafa verið í vinnslu undanfarnar vikur. Þau verða kynnt  á íbúafundi 2. maí nk. kl. 20:00 í Hlíðarbæ, jafnframt því að leitað verður eftir sjónarmiðum íbúa í því sambandi. Í kjölfar þessa íbúafundar verða gerð formleg drög að aðalskipulagstillögunni, sem verða svo kynnt á íbúafundi í haust. Að íbúafundinum loknum, og eftir afgreiðslu skipulags...

Fundur um búfjársamþykkt

Fimmtudaginn 26. apríl nk. verður fundur um drög að búfjársamþykkt fyrir Hörgársveit. Skv. drögunum er gert ráð fyrir að hross og nautgripir þurfi að vera í vörslu frá áramótum og til 1. júlí ár hvert og leyfi þurfi fyrir búfjárhaldi í þéttbýli. Undanfarin ár hefur verið litið svo á að lausaganga sauðfjár og annars búfjár í Arnarneshreppshluta sveitarfélagsins hafi verið bönnuð. Í drögunum er...

Samstarfshópur um skipulagsmál

Settur hefur verið á fót samstarfshópur um skipulagsmál á sveitarfélagamörkum Hörgársveitar og Akureyrar. Helstu viðfangsefni hans verða umfjöllun á þeim þáttum í aðalskipulagstillögum sveitarfélaganna sem varða bæði sveitarfélögin, þ.m.t. útfærsla á legu gatna á sveitarfélagamörkunum, og aðrir þættir skipulagsmála, eftir því sem þurfa þykir. Í hópnum eiga sæti Hanna Rósa Sveinsdótt...

Lokaskýrsla um jarðhitarannsóknir

Lokið er borun hitastigulshola í Hörgárdal og Öxnadal, sem fram fór í vetur. Boraðar voru 16 holur sem allar voru hitamældar tvisvar sinnum og þannig metinn hitastigull þeirra.  Þá liggja fyrir gögn úr eldri borholum á svæðinu. Hitastigullinn mældist 47-105°C eftir því hvar á svæðinu borað var, sem þýðir að engar vísbendingar eru um jarðhitasvæði í nágrenni við þá staði sem borað var á. Lokas...

Endurbætur á Jónasarlaug

Hafnar eru endurbætur á Jónasarlaug á Þelamörk og því verður hún lokuð til 16. maí nk.  Á árinu 2008 voru gerðar mjög umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni, sem tókust í alla stað mjög vel að því undanskildu að fljótlega kom í ljós galli í ákveðnu efni sem notað var til endurbótanna og keypt var erlendis frá. Gallinn olli því að flísar á sundlaugarbakkanum losnuðu. Endurbæturnar fela í sér ...

Gamaldags kvöldvaka á Melum

Í dymbilviku var haldin „gamaldags kvöldvaka“ á Melum og var það hluti af mánaðarlegum uppákomum sem Leikfélag Hörgdæla stendur fyrir og er að gera tilraunir með. Kvöldvakan tókst með eindæmum vel. Þarna var á boðstólum söngur, hljóðfæraleikur, kveðskapur og frásagnir og skemmtu gestir sér vel. Vöfflurnar og kleinurnar runnu ljúflega niður og fór mæting fram úr björtustu vonum. 50-60 manns áttu h...

Ársreikningur 2011

sveitarsjóðs Hörgársveitar og stofnana hans var lagður fram á fundi sveitarstjórnar 21. mars 2012. Skv. honum varð afkoma sveitarsjóðsins nokkru betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Munar þar mestu að framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins urðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir.Rekstrarafgangur ársins varð 66,8 millj. kr. og veltufé frá rekstri á árinu var 52,0 millj. kr., sem er um 89 þú...

Viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa

Í síðasta mánuði byrjuðu reglulegir viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa. Þá voru til viðtals þau Hanna Rósa Sveinsdóttir, oddviti, og Helgi Steinsson. Næsti viðtalstími verður mánudagskvöldið 2. apríl kl. 20-22 í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Þá verða viðtals Hanna Rósa Sveinsdóttir og Helgi Þór Helgason. Þá verður svarað í síma 860 5474 eftir því sem aðstæður...