Fréttir

Endurbætur á Jónasarlaug

Hafnar eru endurbætur á Jónasarlaug á Þelamörk og því verður hún lokuð til 16. maí nk.  Á árinu 2008 voru gerðar mjög umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni, sem tókust í alla stað mjög vel að því undanskildu að fljótlega kom í ljós galli í ákveðnu efni sem notað var til endurbótanna og keypt var erlendis frá. Gallinn olli því að flísar á sundlaugarbakkanum losnuðu. Endurbæturnar fela í sér ...

Gamaldags kvöldvaka á Melum

Í dymbilviku var haldin „gamaldags kvöldvaka“ á Melum og var það hluti af mánaðarlegum uppákomum sem Leikfélag Hörgdæla stendur fyrir og er að gera tilraunir með. Kvöldvakan tókst með eindæmum vel. Þarna var á boðstólum söngur, hljóðfæraleikur, kveðskapur og frásagnir og skemmtu gestir sér vel. Vöfflurnar og kleinurnar runnu ljúflega niður og fór mæting fram úr björtustu vonum. 50-60 manns áttu h...

Ársreikningur 2011

sveitarsjóðs Hörgársveitar og stofnana hans var lagður fram á fundi sveitarstjórnar 21. mars 2012. Skv. honum varð afkoma sveitarsjóðsins nokkru betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Munar þar mestu að framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins urðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir.Rekstrarafgangur ársins varð 66,8 millj. kr. og veltufé frá rekstri á árinu var 52,0 millj. kr., sem er um 89 þú...

Viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa

Í síðasta mánuði byrjuðu reglulegir viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa. Þá voru til viðtals þau Hanna Rósa Sveinsdóttir, oddviti, og Helgi Steinsson. Næsti viðtalstími verður mánudagskvöldið 2. apríl kl. 20-22 í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Þá verða viðtals Hanna Rósa Sveinsdóttir og Helgi Þór Helgason. Þá verður svarað í síma 860 5474 eftir því sem aðstæður...

Fjölskylduferð á Þverbrekkuvatn

Í sól og sumaryl sl. laugardag var árleg fjölskylduferð Umf. Smárans farin á Þverbrekkuvatn í Öxnadal. Þar var dorgað í gegnum ís, rennt sér í snjónum og veðurblíðunnar notið lungann úr deginum. Á myndinni sést hluti hópsins sem fór í fjölskylduferðina, sem taldi rúmlega 20 manns. Fararstjóri sem fyrr var Árni Arnsteinsson.  ...

Breytingar framundan á Möðruvöllum

Á fundi 21. mars sl. með stjórnendum Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Möðruvalla ehf. sem rekur kúabúið á Möðruvöllum var ákveðið að hætta þar mjólkurframleiðslu frá og með 1. september 2012.  Engar breytingar verða á starfssemi LbhÍ á Möðruvöllum þar sem áfram verður rekin starfsstöð með aðaláherslu á jarðræktarrannsóknir.  Með því að leggja kúabúið niður verða óumflýjanlegar breyt...

Leshringur stofnaður í Hörgársveit

Í gær var fyrsti fundur leshrings í Hörgársveit í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Markmið leshringsins er að auka lestur góðra bóka og að skiptast á ábendingum um gott lesefni.  Lesnir eru kaflar úr bókum og bakgrunnur höfunda kynntur, rædd eru efnistök og innihald bóka sem þátttakendur ákveða. Leshringurinn ætlar að hittast síðasta mánudag í mánuði, en fundarstaður verður breytilegur....

Dagur leikskólans var í gær

Dagur leikskólans var í gær og af því tilefni afhenti Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri á Álfasteini, Guðmundi Sigvaldasyni, sveitarstjóra, veggspjald með gullkornum leikskólabarna héðan og þaðan af landinu. Dæmi um gullkornin eru: Strákur átti afmæli og var mjög spenntur. Hann segir: "Nú er ég 5 ára, það er heil hendi." Barn heyrir orðið frumskógir og segir: "Ég á ekki frumskóg...

Leikfélag Hörgdæla tekur við rekstri Mela

Hörgársveit, Kvenfélag Hörgdæla og Leikfélag Hörgdæla hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Leikfélagið tekur við rekstri félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Skrifað var undir samning þess efnis í dag. Leikfélagið hyggst halda uppi fjölbreyttri starfsemi í húsinu og bjóða það til leigu fyrir mannfagnað og viðburði auk þess sem Melar munu hýsa líflegt starf Leikfélags Hörgdæla....

Halldór kominn í úrslit á ESPN

Halldór Helgason frá Sílastöðum er kominn í úrslit í keppni sjónvarpsstöðvarinnar ESPN um brettamann ársins. Halldór þykir sigurstranglegur í keppninni, en hægt er að taka þátt í kosningu á netinu með því að smella hér.Kosningin fer þannig fram að kosið er á milli tveggja keppenda og dettur annar út en hinn heldur áfram.  Á spjallrásum er sú skoðun ríkjandi að það sé óhepp...