Fréttir

Fjölskylduferð á Þverbrekkuvatn

Í sól og sumaryl sl. laugardag var árleg fjölskylduferð Umf. Smárans farin á Þverbrekkuvatn í Öxnadal. Þar var dorgað í gegnum ís, rennt sér í snjónum og veðurblíðunnar notið lungann úr deginum. Á myndinni sést hluti hópsins sem fór í fjölskylduferðina, sem taldi rúmlega 20 manns. Fararstjóri sem fyrr var Árni Arnsteinsson.  ...

Breytingar framundan á Möðruvöllum

Á fundi 21. mars sl. með stjórnendum Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Möðruvalla ehf. sem rekur kúabúið á Möðruvöllum var ákveðið að hætta þar mjólkurframleiðslu frá og með 1. september 2012.  Engar breytingar verða á starfssemi LbhÍ á Möðruvöllum þar sem áfram verður rekin starfsstöð með aðaláherslu á jarðræktarrannsóknir.  Með því að leggja kúabúið niður verða óumflýjanlegar breyt...

Leshringur stofnaður í Hörgársveit

Í gær var fyrsti fundur leshrings í Hörgársveit í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Markmið leshringsins er að auka lestur góðra bóka og að skiptast á ábendingum um gott lesefni.  Lesnir eru kaflar úr bókum og bakgrunnur höfunda kynntur, rædd eru efnistök og innihald bóka sem þátttakendur ákveða. Leshringurinn ætlar að hittast síðasta mánudag í mánuði, en fundarstaður verður breytilegur....

Dagur leikskólans var í gær

Dagur leikskólans var í gær og af því tilefni afhenti Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri á Álfasteini, Guðmundi Sigvaldasyni, sveitarstjóra, veggspjald með gullkornum leikskólabarna héðan og þaðan af landinu. Dæmi um gullkornin eru: Strákur átti afmæli og var mjög spenntur. Hann segir: "Nú er ég 5 ára, það er heil hendi." Barn heyrir orðið frumskógir og segir: "Ég á ekki frumskóg...

Leikfélag Hörgdæla tekur við rekstri Mela

Hörgársveit, Kvenfélag Hörgdæla og Leikfélag Hörgdæla hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Leikfélagið tekur við rekstri félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Skrifað var undir samning þess efnis í dag. Leikfélagið hyggst halda uppi fjölbreyttri starfsemi í húsinu og bjóða það til leigu fyrir mannfagnað og viðburði auk þess sem Melar munu hýsa líflegt starf Leikfélags Hörgdæla....

Halldór kominn í úrslit á ESPN

Halldór Helgason frá Sílastöðum er kominn í úrslit í keppni sjónvarpsstöðvarinnar ESPN um brettamann ársins. Halldór þykir sigurstranglegur í keppninni, en hægt er að taka þátt í kosningu á netinu með því að smella hér.Kosningin fer þannig fram að kosið er á milli tveggja keppenda og dettur annar út en hinn heldur áfram.  Á spjallrásum er sú skoðun ríkjandi að það sé óhepp...

Íbúafundur um aðalskipulag

Almennur íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00 í Hlíðarbæ þar sem kostur gefst á að koma á framfæri ábendingum strax í upphafi skipulagsvinnunnar. Skipulagsráðgjafar munu gera grein fyrir lýsingu á skipulagsverkefninu og fyrirhugaðan skipulagsferil. Hafin er gerð aðalskipulags fyrir Hörgársveit. Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem taka skal til alls lands innan sta...

Bein útsending: Steinunn Erla og Hulda Kristín á Reykjavíkurleikum

Reykjavíkurleikarnir í íþróttum (Reykjavik International Games) byrja í dag og standa fram á sunnudag. Um er að ræða boðsmót, þar sem sterkustu keppendum í hverri grein er boðin þátttaka. Tveir keppendur frá Hörgársveit eru meðal keppenda, þær Steinunn Erla Davíðsdóttir, Kjarna, (f. 1993) og Hulda Kristín Helgadóttir, Syðri-Bægisá (f. 1998). Laugardaginn 21. jan (á morgun) kl. 14:30-17:00 ver...

Íbúaþing um skólastefnu

Stýrihópur um mótun skólastefnu Hörgársveitar boðar til íbúaþings laugardaginn 14. janúar kl. 10-14. Þingið verður haldið í Þelamerkurskóla. Skólinn opnar kl. 9:45 og þá verður hægt að fá sér kaffisopa og kleinu áður en þingið hefst formlega. Þingið byrjar á erindi Gunnars Gíslasonar fræðslustjóra AkureyrarbæjarHvað er skólastefna sveitarfélags og hvaða áherslur setja nýjar aðalnámskrár fyri...

Fjárhagsáætlun 2012

Fjárhagsáætlun Hörgársveitar fyrir næsta ár var samþykkt á fundi sveitarstjórnar nýlega. Tekjur A-hluta eru áætlaðar 425 milljónir króna, þar af eru útsvarstekjur áætlaðar 180 milljónir króna, tekjur af fasteignaskatti 31 milljón króna og framlög Jöfnunarsjóðs 141 milljón króna. Tekjur í B-hluta eru áætlaðar 5 milljónir króna. Áætlað er að rekstrargjöld sveitarsjóðs og stofnana hans verði sam...