Fréttir

Dagur íslenskrar tungu í Þelamerkurskóla og Jónasarlaug

16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í ár ætla nemendur og starfsmenn Þelamerkurskóla að koma saman á sal kl. 11.50. Dagskráin verður fjölbreytt og er hún helguð Jónasi, íslenskri tungu og Stóru upplestrarkeppninni. Allir 7. bekkingar taka þátt í henni og hefst hún formlega á þessum degi. Dagskráin á sal verður sem hér segir: 1. Nemendur úr 5. og 6. bekk kynna Jónas og dag íslen...

Metaðsókn hjá Leikfélagi Hörgdæla

Leikfélag Hörgdæla tók hina geysivinsælu sýningu „Með fullri reisn“ aftur til sýninga nú í haust og virðist ekki hafa verið vanþörf á því það hefur verið gríðarmikil aðsókn og er uppselt á allar sýningar sem fyrirhugaðar eru á Melum. Sýningin var vinsælasta sýning landsins í áhugaleikhúsi. Síðan ætla leikfélagsmenn og -konur að halda í leikferð til Reykjavíkur. Verður leikritið sýnt á fjórum sýnin...

Samið um gerð aðalskipulags

Yngvi Þór Loftsson, Óskar Örn Gunnarsson og Margrét Ólafsdóttir munu vinna aðalskipulagið.Samkvæmt samþykkt á fundi sveitarstjórnar nýverið hefur verið gengið til samninga við Landmótun sf í Kópavogi um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri. Að þesarri vinnu lokinni mun allt sveitarfélagið uppfylla formkröfur Skipulagsstofnunar. Áætlað er að ...

Umhverfisráðherra kemur í heimsókn

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherraSvandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kemur í stutta heimsókn í Hörgársveit föstudaginn 28. október næstkomandi. Heimsóknin hefst á hádegisverði í Þelamerkurskóla, en þennan dag velja nemendur matseðilinn. Að því búnu hittir ráðherra sveitarstjórnina og síðan verður farið í leikskólann Álfastein, en bæði leikskólinn og grunnskólinn starfa undi...

Bændur fækka fötum á ný

Leiksýning Leikfélags Hörgdæla, Með fullri reisn, sem sló öll aðsóknarmet í vor, verður tekin til sýninga á ný nú í haust. Áætlaðar eru tíu sýningar og er nú þegar orðið uppselt á nokkrar þeirra.   Af þessu tilefni orti Arnsteinn Stefánsson:  Þó að veðrið versni enn vel má láta fjörið hækka Í Hörgárdalnum hlýnar senn og hraustir bændur klæðum fækka.   Sýningar fara fram frá 20. okt...

Úrskurður fallinn í þjóðlendumáli

Óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurð um þjóðlendur á Tröllaskaga norðan Öxnadalsheiðar. Meðal annars er fjallað um Þorvaldsdalsafrétt, Möðruvallaafrétt og Bakkasel. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Þorvaldsdalsafrétt telst eignarland, en Möðruvallaafréttur og Bakkasel teljast þjóðlendur.   Telja verður líklegt að málinu verði áfrýjað hvað Bakkasel varðar. Hér má lesa úrs...

Þorrablót sameinuð

Fimmtudaginn 6. oktober komu saman til fundar þorrablótsnefndirnar þrjár sem skipaðar voru á síðustu þorrablótum sem haldin voru í Hörgársveit. Tilgangur fundarins var að ræða  og taka ákvörðun um skipulag þorrablóta í sveitarfélaginu. Niðurstaðan var sú að áfram verði haldið þorrablót Hörgdæla á Melum, en þorrablót Arnarneshrepps og þorrablót Hörgársveitar verði sameinað í eitt þorrablót og ...

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Út er komin hjá Sölku bókin „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Höfundur hennar er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum. Þessi bók er um lífsreynslu og úrvinnslu tilfinninga. Nú eru þeir tímar í samfélagi okkar að mörgum finnst mikilvægt að líta um öxl, skoða lífið upp á nýtt og vinna úr því sem liðið er. Skoða hvaða gildi hafa gagnast okkur vel og hvaða gildi hafa leit...

Ljóðakvöld í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Um næstu helgi verður haldin Ljóðahátíð í Eyjafirði. Aðstandendur hennar eru Verksmiðjan á Hjalteyri, Populus tremula og Skógræktarfélag Eyfirðinga. Hin árlega Ljóðaganga í eyfirskum skógi verður að þessu sinni hluti hátíðarinnar og nú haldin í Grundarskógi í Eyjafirði. Hópur góðskálda heimsækir Eyjafjörð og les ljóð sín fyrir heimamenn og gesti. Eftirtalin skáld koma fram: Guðbrandur Si...

Tilboð opnuð í jarðboranir

Síðastliðið vor skrifuðu fulltrúar Hörgársveitar og Norðurorku hf. undir samstarfsyfirlýsingu um jarðhitarannsóknir í Hörgárdal og Öxnadal til að meta hvort jarðhitavinnsla á svæðinu sé vænleg. Tilboð voru opnuð í gær.Kostnaðaráætlun vegna verksins hljóðar upp á tíu milljónir króna. Hörgársveit sótti um styrk úr Orkusjóði til jarðhitarannsókna á svæðinu sem samþykkti að veita fimm milljónir til ve...