Fréttir

Bændur fækka fötum á ný

Leiksýning Leikfélags Hörgdæla, Með fullri reisn, sem sló öll aðsóknarmet í vor, verður tekin til sýninga á ný nú í haust. Áætlaðar eru tíu sýningar og er nú þegar orðið uppselt á nokkrar þeirra.   Af þessu tilefni orti Arnsteinn Stefánsson:  Þó að veðrið versni enn vel má láta fjörið hækka Í Hörgárdalnum hlýnar senn og hraustir bændur klæðum fækka.   Sýningar fara fram frá 20. okt...

Úrskurður fallinn í þjóðlendumáli

Óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurð um þjóðlendur á Tröllaskaga norðan Öxnadalsheiðar. Meðal annars er fjallað um Þorvaldsdalsafrétt, Möðruvallaafrétt og Bakkasel. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Þorvaldsdalsafrétt telst eignarland, en Möðruvallaafréttur og Bakkasel teljast þjóðlendur.   Telja verður líklegt að málinu verði áfrýjað hvað Bakkasel varðar. Hér má lesa úrs...

Þorrablót sameinuð

Fimmtudaginn 6. oktober komu saman til fundar þorrablótsnefndirnar þrjár sem skipaðar voru á síðustu þorrablótum sem haldin voru í Hörgársveit. Tilgangur fundarins var að ræða  og taka ákvörðun um skipulag þorrablóta í sveitarfélaginu. Niðurstaðan var sú að áfram verði haldið þorrablót Hörgdæla á Melum, en þorrablót Arnarneshrepps og þorrablót Hörgársveitar verði sameinað í eitt þorrablót og ...

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Út er komin hjá Sölku bókin „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Höfundur hennar er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum. Þessi bók er um lífsreynslu og úrvinnslu tilfinninga. Nú eru þeir tímar í samfélagi okkar að mörgum finnst mikilvægt að líta um öxl, skoða lífið upp á nýtt og vinna úr því sem liðið er. Skoða hvaða gildi hafa gagnast okkur vel og hvaða gildi hafa leit...

Ljóðakvöld í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Um næstu helgi verður haldin Ljóðahátíð í Eyjafirði. Aðstandendur hennar eru Verksmiðjan á Hjalteyri, Populus tremula og Skógræktarfélag Eyfirðinga. Hin árlega Ljóðaganga í eyfirskum skógi verður að þessu sinni hluti hátíðarinnar og nú haldin í Grundarskógi í Eyjafirði. Hópur góðskálda heimsækir Eyjafjörð og les ljóð sín fyrir heimamenn og gesti. Eftirtalin skáld koma fram: Guðbrandur Si...

Tilboð opnuð í jarðboranir

Síðastliðið vor skrifuðu fulltrúar Hörgársveitar og Norðurorku hf. undir samstarfsyfirlýsingu um jarðhitarannsóknir í Hörgárdal og Öxnadal til að meta hvort jarðhitavinnsla á svæðinu sé vænleg. Tilboð voru opnuð í gær.Kostnaðaráætlun vegna verksins hljóðar upp á tíu milljónir króna. Hörgársveit sótti um styrk úr Orkusjóði til jarðhitarannsókna á svæðinu sem samþykkti að veita fimm milljónir til ve...

Breyting á gangnatíma

Tilkynning frá fjallskilanefnd Hörgársveitar:   Á fundi sínum 12. ágúst 2011 ákvað fjallskilanefnd, að höfðu samráði við fjallskilastjóra nágrannasveitarfélaga,  að fresta göngum í Glæsibæjar-, Öxnadals- og Skriðudeild niður að Syðri-Tunguá um viku frá fyrri ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var á fundi þann 22. júní sl. 1. göngur verða því þar frá miðvikudeginum 14. september til sunnuda...

Selveiðar í Hörgá

Í morgun urðu menn sem voru við veiðar í Hörgá varir við sel sem hafði gengið upp í ána. Brugðist var við skjótt enda er getur selur valdið miklum usla í lífríki árinnar og truflað veiðar verulega. Hann er því enginn aufúsugestur. Selurinn var skotinn á færi og hræið fjarlægt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vart verður við seli í ánni en reynt er að lágmarka þann skaða ...

Kvikmyndin Sveitin sýnd á miðvikudag

Á miðvikudaginn 3. ágúst kl. 16:30 verður sýnd í Sambíóunum (Nýja bíói) á Akureyri kvikmynd eftir Freyju Valsd Sesseljudóttir. Þetta er lokaverkefni Freyju úr Kvikmyndaskóla Íslands. Kvikmyndin ber nafnið Sveitin. Leikstjórn og handrit er í höndum Freyju. Með aðalhlutverkin fara Fanney Valsdóttir,  Bylgja Gunnur Guðnýjardóttir og Tryggvi Gunnarsson. Fjölmargir Hörgdælir koma fr...

Sæludagur í sveitinni

Laugardaginn 30. júlí, verður blásið til Sæludags í sveitinni. Dagskráin hefst við Möðruvelli um kl. 11 með traktorsspyrnu, leikjum og sveitafitness-keppni, síðan verða ýmsir viðburðir víðsvegar um sveitarfélagið, en um kvöldið verður safnast saman á Hjalteyri, þar sem fólki er boðið að grilla sér mat og skemmta sér saman.Smelltu hér til að sjá dagskrá Sæludagsins...