Fréttir

Sumardvöl fyrir eldri borgara

Möðruvallasókn hefur ákveðið að standa fyrir sumardvöl fyrir eldri borgara í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn dagana 27. júní-1. júlí í sumar.  Sóknin tekur sumarbúðirnar á leigu þennan tíma svo þátttakendur þurfa aðeins að borga fæðiskostnað sem er 20.000 kr. fyrir manninn allan tímann. Ekið verður á einkabílum austur, en ferðin tekur um klukkutíma.    Sr. Solveig Lára og ...

Ársreikningur 2010 lagður fram

Ársreikningur Hörgársveitar fyrir árið 2010 var lagður fram á síðasta fundi sveitarstjórnar. Ársreikningurinn er sá fyrsti sem lagður er fram eftir sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sem tók gildi 12. júní 2010. Hann er í raun ársreikningur þessara tveggja sveitarfélaga fram að sameiningunni, ásamt því að vera uppgjör fyrir hið sameinaða sveitarfélaga fram að...

Tilboð opnuð í skólaakstur

Í gær voru opnuð tilboð í skólaakstur í Þelamerkurskóla á næstu tveimur skólaárum, 2011-2012 og 2012-2013. Um er að ræða fimm leiðir. Tilboð komu frá átta aðilum. Í akstur á leið 1, sem er fremri hluti Hörgárdals, bárust 8 tilboð frá 7 aðilum, sem hér segir (kr. á km):  FAB Travel ehf (tilboð 2) 240 FAB Travel ehf (tilboð 1) 260 Torfi Þórarinsson (tilboð 1) 266 Hópferðabílar Ak...

Kosið í Þelamerkurskóla

Kjörstaður fyrir Hörgársveit í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þann 9. apríl 2011 verður í Þelamerkurskóla, gengið inn að sunnan. Opið verður frá kl. 10:00 til kl. 20:00. Upplýsingar um þjóðaratkvæðagreiðsluna er að finna á vefnum www.kosning.is...

Menningar- og atvinnumálafulltrúi

Í byrjun vikunnar kom Skúli Gautason til starfa sem menningar- og atvinnumálafulltrúi í Hörgársveit. Um er að ræða nýtt starf sem stofnað var til í tengslum við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar á síðasta ári. Hlutverk menningar- og atvinnumálafulltrúans verður að vera tengiliður sveitarfélagsins við alla menningartengda starfsemi á svæðinu, vinna að stefnumótun á sviði menningarmála...

Sjóvörn á Hjalteyri

Framkvæmdir eru hafnar við gerð sjóvarnar á Hjalteyri. Byggður verður grjótgarður sunnan og austan á eyrinni, alls um 600 metra að lengd. Í miklu suðaustan veðri í febrúar 2008 flæddi inn yfir eyrina. Þá urðu þá talsverðar skemmdir á mannvirkjum og mátti raunar litlu muna að stórtjón yrði. Verktaki við framkvæmdina er Árni Helgason ehf. á Ólafsfirði....

Af upplestrarkeppninni

Í gær var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Grenivíkurskóla. Þar lásu upp átta nemendur tveir úr hverjum skóla: Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla, Stórutjarnaskóla og Hrafnagilsskóla. Fulltrúar Þelamerkurskóla voru Sindri Snær Jóhannesson úr Þríhyrningi og Sigrún Sunna Helgadóttir frá Stóra Dunhaga. Þau stóðu sig bæði einstaklega vel og lásu eins og sannir listamenn. Sindri Snær fékk þ...

Um greiðslur vegna vistunar barns í heimahúsi

Settar hafa verið reglur um greiðslur Hörgársveitar vegna vistunar barns í heimahúsi. Skv. þeim geta foreldrar/forráðamenn barna sótt um greiðslur vegna vistunar ungra barna hjá dagforeldri eða hjá foreldri í heimahúsi. Sé barn í vistun hjá dagforeldri, skal dagforeldrið hafa fullgilt leyfi til að reka daggæslu barna. Greiðslur geta hafist við 9 mánaða aldur barns, en við 6 mánaða aldur í ti...

Fjölskylduferð á Þverbrekkuvatn

Síðasta sunnudag var farin fjölskylduferð upp á Þverbrekkuvatn í Öxnadal. Alls fóru rúmlega 50 manns í ferðina og undu sér vel við dorgveiðar, leik á sleðum og ýmislegt fleira sér til skemmtunar í ótrúlega góðu veðri. Frábær dagur og góð tilbreyting fyrir bæði unga sem aldna. Myndin sýnir hópinn, smelltu á myndina til að sjá hana stærri.               &...

Baggaplast

Söfnunarferð vegna baggaplasts sem átti að vera í dag (mánudaginn 14. mars) hefur verið frestað um einn dag og verður farin þriðjudaginn 15. mars....