Fréttir

Þjónandi forysta

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir verður með fyrirlestur sem nefnist "þjónandi forysta, nýr stjórnunarstíll fyrir skóla, sóknir og sveitarfélög" á Leikhúsloftinu á Möðruvöllum í Hörgárdal fimmtudaginn 16. september klukkan 20:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Kaffi og með því að loknum fyrirlestri....

Heimasíða leikskólans

Leikskólinn Álfasteinn hefur sett upp heimasíðu með nýjum hætti. Áður var heimasíðan hluti af heimasíðu sveitarfélagsins, en nú er hún sjálfstæð. Á heimasíðunni eru allar helstu upplýsingar um starfið á leikskólanum, fréttir, myndir, skóladagatal, matseðill mánaðarins o.m.fl. Smella má hér til að skoða heimasíðuna....

Hjólabrettahátíð á Hjalteyri

Um helgina heldur Hjólabrettafélags Akureyrar hátíð í Verksmiðjunni á Hjalteyri.  Opnað verður á laugardag og sunnudag kl. 13.Á staðnum verða pallar, rail, box og fullt af dóti til að renna sér á.Markmið félagsins er að kveikja aðeins í sveitarstjórnum og sýna hvað þessi íþrótt er vinsæl á Akureyri og í nágrenni.Undirskriftalistar fyrir innanhússaðstöðu hjólabrettamanna á Akureyri v...

Göngur og réttir á næsta leiti

Í næstu viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 8. september, hefjast göngur í Hörgársveit þetta haustið. Þá munu Hörgdælingar smala fram-Hörgárdal að austan og síðan heldur smalamennskan áfram fram á sunnudag, þá lýkur 1. göngum. Heildarfjárfjöldi sem dagsverkum er jafnað niður á í sveitarfélaginu eru 6.542 kindur, sem er svipaður fjöldi og í fyrra, en þó heldur fleiri. Álögð dagsverk e...

Sæludagur í sveitinni á laugardaginn

Næsta laugardag, 31. júlí, verður Sæludagur í Hörgársveitinni. Frá klukkan 11 um morguninn fram að miðnætti verður þétt og fjölbreytt dagskrá um alla sveit. Hún hefst á Möðruvöllum þar sem m.a. verður keppt í "sveita-fitness". Frá klukkan 15 verður svo dagskrá á Hjalteyri, þar sem m.a. ýmis nýstárleg keppni fer fram. Þar lýkur dagskránni með dansleik í fiskverkunarhúsinu. Aðrir staðir sem kom...

Göngur í Hörgársveit haustið 2010

Á fundi sínum 5. júlí sl. samþykkti fjallskilanefnd eftirfarandi tillögu: „Ákveðið var að höfðu samráði við fjallskilastjóra nágrannasveitarfélaga að flýta göngum í Hörgársveit um eina viku, frá þeim tíma sem mælt er fyrir um í fjallskilasamþykkt. Fyrstu göngur verða því í Hörgársveit, frá miðvikudeginum 8. september til sunnudagsins 12. september. Aðrar göngur verði svo viku síðar.“...

Nýtt fyrirkomulag sorphirðu

Næstu daga mun verða dreift tunnum fyrir flokkaðan heimilisúrgang á hemili í þeim hluta sveitarfélagsins sem var Hörgárbyggð. Þetta er gert á grundvelli samnings sem gerður var haustið 2009 við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. A.m.k. í fyrstu hefur sameining Hörgárbyggðar við Arnarneshrepp ekki áhrif á samninginn, þannig að fyrirkomulagið í Arnarneshreppi verður óbreytt um sinn. Jafnf...

Guðmundur ráðinn sveitarstjóri

Á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar 30. júní sl. var Guðmundur Sigvaldason ráðinn sveitarstjóri í Hörgársveit á nýbyrjuðu kjörtímabili. Hann varð sveitarstjóri í Hörgárbyggð á síðasta kjörtímabili. Þá var hann sveitarstjóri á Stokkseyri og Skagaströnd á árunum 1983-1990....

Heimasíða fyrir menningar- og sögutengda starfsemi

Sl. föstudag opnaði Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sameiginlegan vef  menningar- og sögutengdrar starfsemi í Hörgársvæðinu. Vefföngin eru www.visithorga.is og www.horga.is. Markmiðið með vefnum er koma á framfæri þeirri gróskumiklu starfsemi sem er á þessu sviði á svæðinu. Þar eru mjög margir sögustaðir, s.s. Gásir, Möðruvellir og Hraun í Öxnadal. Á öllum þessum stö...

Hörgársveit er heitið á sveitarfélaginu

Í dag var fyrsti fundur í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Þar var ákveðið að sveitarfélagið skyldi heita Hörgársveit. Á fundinum var Hanna Rósa Sveinsdóttir kosin oddviti sveitarstjórnar og Axel Grettisson varaoddviti. Fundurinn hófst með ávarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Kristjáns L. Möller. Hann lýsti ánægju sinni með sameiningu sveitarfélag...