Fréttir

Reglur um stöðuleyfi

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt reglur um útfærslu ákvæða byggingarreglugerðar um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðarhúsnæði.

Umhverfisverðlaun

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar, samþykkti á fundi sínum í desember 2017 að veita blómagarðinum í Fornhaga umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2018.

Hörgársveit hlýtur Orðsporið 2018

Sveitarfélagið Hörgársveit hlýtur Orðsporið 2018 – hvatningarverðlaun sem eru veitt á Degi leikskólans, 6. febrúar ár hvert. Hörgársveit hlýtur verðlaunin í ár fyrir að vera það sveitarfélag sem státar af hæsta hlutfalli leikskólakennara sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna.

LOKUN á HEITU VATNI

Vegna bilunar í dælustöð á Hjalteyri verður þrýstingsfall og LOKUN á HEITU VATNI í hluta Arnarnesprepps (sjá kort) í dag 01.12.2017  kl. 11:00 og frameftir degi eða meðan viðgerð stendur yfir. Á heimasíðu okkar www.no.is má sjá góð ráð við hitavatnsrofi. Kveðja Norðurorka  ...

Dýrahrægámar Björgum

Dýrahrægámarnir Björgum hafa verið færið austar, upp á flata við veginn og verða þar staðsettir í vetur....

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Hörgársveitar er lokuð í dag vegna veðurs og ófærðar. Hægt er að ná sambandi við sveitarstjóra í síma 860-5474.  ...

Deiliskipulag Lónsbakka, þéttbýli

AUGLÝSING um afgreiðslu sveitarstjórnar Hörgársveitar á innkomnum athugasemdum vegna deiliskipulags Lónsbakka, þéttbýli.   Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti þann 30. október 2017 afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.október 2017 á innkomnum athugasemdum vegna deiliskipulags Lónsbakka, þéttbýli. Afgreiðsluna má finna í fundargerð nefndarinnar á heimasíðu sveitarfélagsins, horga...

Möðruvellir og menningartengd ferðaþjónusta

Fimmtudagskvöldið 9. nóvember sl. hélt Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, fyrirlestur að Möðruvöllum um tækifæri og áskoranir í uppbyggingu ferðaþjónustu í kringum sögu, helgi og arfleið staðarins. Fyrirlesturinn var einn fjögurra í röð fyrirlestra sem minnast 150 ára afmælis Möðruvallarkirkju. Í erindi sínu gekk Edward útfrá spurningunni hvernig Möðruvellir geti verið miðlægu...

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður, opið fyrir umsóknir   Ert þú með styrkhæft verkefni á borðiinu? Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2018 Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrkitil menningarmála.  Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkv...

Alþingiskosningar 2017

Kjörfundur laugardaginn 28. október 2017 verður í Þelamerkurskóla og stendur yfir frá kl. 10.00 til 20.00 Kjörstjórn...