Fréttir

Jákvæður ársreikningur Hörgársveitar 2017

Ársreikningur Hörgársveitar 2017 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 10.apríl 2018.

Smávirkjunarkostir í Eyjafirði

Verkfræðistofan Efla hefur tekið saman áhugaverða skýrslu um frumúttekt valkosta fyrir smávirkjanir í Eyjafirði að beiðni AFE og sveitarfélaganna við Eyjafjörð.

Breyting á sorphirðudögum

Sú breyting hefur verið gerð að sorphirðudagar nú eru fimmtudagar og föstudagar. Sjá nánar á sorphirðudagatali til vinstri hér á síðunni.

Deiliskipulag Hjalteyrar

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti þann 15. mars 2018 afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 26.febrúar 2018 á innkomnum athugasemdum vegna deiliskipulags Hjalteyrar.

Reglur um stöðuleyfi

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt reglur um útfærslu ákvæða byggingarreglugerðar um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðarhúsnæði.

Umhverfisverðlaun

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar, samþykkti á fundi sínum í desember 2017 að veita blómagarðinum í Fornhaga umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2018.

Hörgársveit hlýtur Orðsporið 2018

Sveitarfélagið Hörgársveit hlýtur Orðsporið 2018 – hvatningarverðlaun sem eru veitt á Degi leikskólans, 6. febrúar ár hvert. Hörgársveit hlýtur verðlaunin í ár fyrir að vera það sveitarfélag sem státar af hæsta hlutfalli leikskólakennara sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna.

LOKUN á HEITU VATNI

Vegna bilunar í dælustöð á Hjalteyri verður þrýstingsfall og LOKUN á HEITU VATNI í hluta Arnarnesprepps (sjá kort) í dag 01.12.2017  kl. 11:00 og frameftir degi eða meðan viðgerð stendur yfir. Á heimasíðu okkar www.no.is má sjá góð ráð við hitavatnsrofi. Kveðja Norðurorka  ...

Dýrahrægámar Björgum

Dýrahrægámarnir Björgum hafa verið færið austar, upp á flata við veginn og verða þar staðsettir í vetur....

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Hörgársveitar er lokuð í dag vegna veðurs og ófærðar. Hægt er að ná sambandi við sveitarstjóra í síma 860-5474.  ...