Fréttir

Almenningsbókasöfn, reglur um endurgreiðslu kostnaðar

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að setja eftirfarandi reglur um endurgreiðslu kostnaðar til að auðvelda aðgengi íbúa sveitarfélagsins að notkun almenningsbókasafna og stuðla þannig að auknum lestri íbúa á öllum aldri bæði þeirra sem eldri eru, en ekki síður þeirra yngri.

Litli-Dunhagi fær umhverfisverðlaunin

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákvað á fundi sínum í desember s.l. að veita ábúendum og eigendum Litla-Dunhaga umhverfisverðlaun sveitarfélagsins árið 2019.

Íbúum fjölgar um 7.6% milli ára

Mikil íbúafjölgun varð í Hörgársveit á árinu 2018

Samþykkt um búfjárhald

Af gefnu tilefni er bent á eftirfandi:

Fjallskil 2018

Fjallskilanefnd Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 15. ágúst 2018 álagningu fjallskila fyrir haustið 2018.

Tölvutek gefur Þelamerkurskóla 25 Acer tölvur.

Laugardaginn 21.júlí 2018 komu fulltrúar Tölvutek færandi hendi í Þelamerkurskóla og færðu skólanum 25 Acer tölvur.

Tímasetning gangna haustið 2018

Fjallskilanefnd Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. júlí 2018 að fyrstu göngur haustið 2018 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 12. september til sunnudagsins 16. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega.

Undanþágur frá fjallskilum

Fjallskilanefnd Hörgársveitar hefur samþykkt að þeir sem hafa allt sitt fé í sauðheldum girðingum allt sumarið, geti sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum. Umsóknir skal senda á tölvupóstfangið horgarsveit@horgarsveit.is fyrir 30. júlí n.k.

Sagt frá Þelamerkurskóla í tímariti hollenska skólastjórafélagsins

Á vordögum hafði blaðamaður hjá tímariti hollenska skólastjórafélagsins samband við Ingileif skólastjóra og vildi fá viðtal við hana um kveikju, tilurð og lærdóm námsferðar sem hún, Sigga iðjuþjálfi og Unnar aðstoðarskólastjóri höfðu farið í til Hollands sl. haust.

Axel oddviti - Snorri sveitarstjóri

Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar Hörgársveitar þann 14. júní 2018 var Axel Grettisson samhljóða kjörinn oddviti og Jón Þór Benediktsson samhljóða kjörinn varaoddviti kjörtímabilið 2018-2022.