Fréttir

Smitrakning er samfélagsmál

Hvetjum íbúa Hörgársveitar til að sækja sér smitrakningar appið: Sjá hér:https://www.covid.is/app/is

Viðbrögð við heimsfaraldri

Bókun sveitarstjórnar Hörgársveitar á 113. fundi sveitarstjórnar þann 26. mars 2020.

Viðbragðsáætlanir vegna heimsfaraldurs

Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins vegna heimsfaraldurs má sjá hér að neðan:

RARIK, bætur vegna tjóns

Vekjum athygli á þessari frétt á heimasíðu Rarik. https://www.rarik.is/frettir/baetur-vegna-tjons-a-bunadi-og-keyrslu-varaaflsvela

Bókun sveitarstjórnar Hörgársveitar 16.12.2019 - óveður og rafmagnsleysi

Sveitarstjórn Hörgársveitar eru það mikil vonbrigði að það óveður sem gekk yfir landið í síðustu viku hafi valdið þeim mikla vanda og tjóni sem varð. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í nær fjóra sólarhringa þar sem það skorti lengst. Ljóst er að þær loftlínur raforku sem enn eru í sveitarfélaginu eru á engan hátt tilbúnar að mæta miklum vetrarveðrum eða hvassviðri og staðsetning hluta þeirra í gegnum þéttan trjágróður er óásættanlegur. Því er algjörlega hafnað að farið verði í einhverjar framtíðarviðgerðir á þeim tveimur köflum loftlína í sveitarfélaginu sem nú brugðust.

Tíðindi dagsins

Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar í gær 16.12.2019, setti ég mig í samband við Tryggva Þór Haraldsson forstjóra RARIK strax í morgun. Hann brást einstaklega vel við og var mættur hér á skrifstofuna hjá mér í heimsókn kl. 14:00 í dag og fullvissaði mig um, að í það minnsta önnur loftlínan í Hörgárdal sem brást, myndi verða lögð af og jarðstrengur lagður þar í staðinn, eins fljótt og nokkur möguleiki er á því. Gott að fá slík tíðindi. Eftir stuttan fund okkar hér fórum við Jonni með hann hringinn í dalnum þar sem línur brustu og voru þá RARIK menn að störfum við að hreinsa klaka af línunni milli Fornhaga og Lönguhlíðar sem var að sligast og í bráðri hættu að slitna eða staurar að brotna. Rafmagn var að sjálfsögðu tekið af á meðan þessi aðgerð var og var rafmagnslaust í rúma þrjá tíma. Nú er rafmagn komið á að nýju. Tíðindi dagsins eru þau að við treystum því að við förum við ekki inn í annan vetur með ótryggt rafmagn vegna þess að við höfum ófullnægjandi loftlínur til að treysta á til að fá eitthvert rafmagn. Heldur fáum við í það minnsta lágmarks rafmagnstrengi RARIK í jörðu, þannig að tryggður er sá kostur að rafmagn geti farið um alla Hörgársveit í jarðstrengjum.

RARIK - fasröð löguð

Rafmagnstruflanir verða Í Hörgár- og Öxnadal sunnudag 15.12.2019 frá kl 11:30 til kl 12:00 þegar fasröð verður löguð.. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Þriggja fasa notendur í Hörgárdal og Öxnadal

Þriggja fasa notendur í Hörgár- og Öxnadal eru vinsamlega beðnir að hafa varan á að snúningsátt kann að vera röng eftir aðgerðir dagsins. Reynt verður að snúa við fyrsta tækifæri og verður það tilkynnt með eins góðum fyrirvara og hægt er. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690

Rafmagni hefur verið komið á í Hörgárdal og Öxnadal með neyðarstreng.

Um miðjan dag í dag tókst loks að koma á rafmagni í Hörgárdal og Öxnadal, en þar hefur verið rafmagnslaust meira og minna síðan á þriðjudagskvöld. Starfsmenn RARIK hafa síðan á fimmtudag barist við að reyna að laga loftlínur beggja meginn í Hörgárdal til að freista þess að koma rafmagni á, það tókst því miður ekki eftir hefðbundnum leiðum m.a. vegna þess að mikið hafði hlaðist á línur sem liggja í gegnum þétt skóglendi. Til þeirrar neyðaraðgerðar var gripið í morgun að leggja háspennustreng ofanjarðar um tæplega kílómeters kafla milli bæjanna Skriðu og Lönguhlíðar og þurfti RARIK sérstakt leyfi til þess, vegna hættunnar sem því fylgir að láta háspennustreng liggja ofan á jörðu. Með þessari neyðaraðgerð tókst að koma rafmagni á nær alla bæi, en þeir bæir sem ekki eru tengdir rafmagni með þessum hætti hafa fengið rafstöðvar. Ljóst er að starfsmenn RARIK og aðstoðarmenn þeirra hafa lagt mikið á sig til að freista þess að koma rafmagni á. Vonast er til þess að nú sé þessu rafmagnsleysi lokið og á næstu dögum verður farið í það með viðkomandi aðilum að vinna úr því sem gerst hefur síðustu daga og tryggja með öllum ráðum að slíkir hlutir sem þetta rafmagnsleysi geti ekki endurtekið sig.

Rafmagnsleysi uppfærsla

Deilið sem víðast, sértaklega til þeirra sem eru í rafmagnsleysi Það var öllum mikið áfall þegar rafmagnið datt aftur út í gærkvöldi. RARIK er nú komið af stað með að fara aðra leið þar sem viðgerðin á Þelamörkinni hefur ekki tekist. Lagður verður kapall ofan jarðar vestan meginn í Hörgárdal til að ná tengingu við jarðstrengi við Mela og á þannig á að nást rafmagn á nær alla bæi. Ef allt gengur að óskum ætti að vera mögulegt að koma rafmagni á alla staði uppúr hádegi í dag. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn á Akureyri og veit að björgunarsveitir eru búnir að hafa samband við flesta ef ekki alla bæi og bjóða gashitara og annað. Ég bið ykkur endilega öll sem eruð í þessum ömurlegu aðstæðum að hika ekki við að hafa samband annað hvort við mig í 860-5474 eða aðgerðarstjórn í gegnum 112 og láta vita ef það er eitthvað sem við eða björgunarsveitir getum gert fyrir ykkur á næstu klukkustundum.