Fréttir

Sveitarstjórnarkosningar-tveir listar í kjöri í Hörgársveit

Kjörstjórnin í Hörgársveit hefur úrskurðað um framboð til sveitarstjórnarkosninga í Hörgársveit 14. maí 2022. Sjá auglýsingu:

Leikskólinn Álfasteinn, Hörgársveit útboð á framkvæmdum

Sveitarstjórn Hörgársveitar óskar eftir tilboðum í verklegar framkvæmdir við gerð viðbygginga við Leikskólann Álfastein, Hörgársveit. Sjá auglýsingu:

Reglur um styrki vegna varmadælna í Hörgársveit

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 24.febrúar 2022 meðfylgjandi reglur. Sjá reglurnar hér:

Fasteignagjöld 2022

Álagningu fasteignagjalda í Hörgársveit 2022 er lokið og má finna álagningarseðla á island.is

Íbúum fjölgar umfram landsmeðaltal, svo og útsvarstekjur

Útsvarstekjur Hörgársveitar hækkuðu um nærri fimmtung á nýliðnu ári, sem er vel umfram landsmeðaltal. Tekjurnar hækkuðu um 60 milljónir króna og er ljóst að auknar útsvarstekjur stuðli að enn frekari uppbyggingu í ört vaxandi sveitarfélagi. Íbúum Hörgársveitar fjölgaði sömuleiðis verulega umfram landsmeðaltal á árinu.

Fjárhagsáætlun 2022 samþykkt

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. desember 2021, fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Sjá greinargerð með fjárhagsáætlun:

Yfirlýsing frá sveitarstjórn Hörgársveitar

Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir yfir harmi sínum vegna þeirra átakanlegu lýsinga á málefnum barna sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarna daga varðandi rekstur vistheimilis á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Sveitarstjórnin tekur undir að fram þarf að fara opinber rannsókn á þessu heimili að frumkvæði ríkisins í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir á öðrum heimilum þar sem börn voru vistuð. Sveitarstjórnin mun leggja slíkri rannsókn lið eins og hægt er, fari hún fram.

Ljósastaurar við heimreiðar

Sveitarstjórn hefur samþykkt vinnureglur vegna ljósastaura við heimreiðar Sjá hér:

Elsti íbúi sveitarfélagsins kom sjálf keyrandi á kjörstað

Elsti íbúi Hörgársveitar Liesel Sigríður Malmquist, 92 ára síðan í febrúar, kom sjálf keyrandi hress og kát á kjörstað í Þelamerkurskóla þar sem kosið er til Alþingis. Geri aðrir betur.