Fréttasafn

Hópferð í leikhús

Leikfélag Hörgdæla ætlar að standa fyrir ferð í leikhús til að sjá “Þið munið hann Jörund” eftir Jónas Árnason í Freyvangs-leikhúsinu föstudagskvöldið 14. mars kl. 20:30. Tilboðsverð. Áhugasamir hafi samband við Ásgeir Má, sími: 862-6821, netfang: asgeir(hjá)horgarbyggd.is í síðasta lagi miðvikudaginn 5. mars. Allt um Freyvangsleikhúsið á vefslóðinni: www.freyvangur.net ...

Afurðamiklar kýr

Í nýju fréttabréfi Búgarðs "Fréttir og fróðleikur" kemur m.a. fram að á árinu 2007 stóðu öxndælskar og hörgdælskar kýr sig mjög vel í samanburði við kýr annarsstaðar á landinu. Kýrin Obba í Brakanda var nythæsta kýr landsins á árinu og kýrin Stássa á Syðri-Bægisá var afurðamest á Norðausturlandi miðað við magn verðefna. Þá var Stóri-Dunhagi í fjórða sæti á Norðausturlandi yfir ...

Fundargerð - 05. febrúar 2008

Þriðjudaginn 5. febrúar 2008 kl. 15:35 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Húsaleigusamningur skólastjórabústaðar Gengið var frá húsaleigusamningi um skólastjórabústaðinn við skólastjóra....

Fundargerð - 05. febrúar 2008

Þriðjudaginn 5. febrúar 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 14:50.   Fyrir var tekið:   1. Endurbætur sundlaugarkerfa Lögð fram frumhönnun og kostnaðaráætlun fyrirhugaðra endurbóta á lagnaker...

Myndlist í Húsasmiðjunni

Í tilefni af Degi leikskólans hafa nemendur í leikskólanum Álfasteini sett upp myndlistarsýningu í anddyri Húsasmiðjunnar. Sýningin mun standa til mánudagsins 11. febr. Ákveðið hefur verið að Dagur leikskólans verði framvegis árlega 6. febrúar, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frumkvæði að ákvörðuninni á Félag leikskólakennara, en a...

Smára-TIPP fer vel af stað

Ungmennafélagið Smárinn byrjaði í þessum mánuði að bjóða upp getraunaþjónustu sem fengið hefur nafnið Smára-TIPP. Tippað er í Íslenskum getraunum. Þátttakendur geta lagt ákveðna upphæð í pott og getrauna-sérfræðingar sjá svo um að tippa fyrir hópinn. Svo er hægt að tippa sjálfstætt. Nú þegar hefur komið vinningur í Smára-TIPPINU. Næsta laugardag, 2. febrúar, verður 90 milljóna risapottur í getraun...

Fundargerð - 24. janúar 2008

Mættir: Guðný Fjóla  Árnmarsdóttir, Bernharð Arnarson, Líney Snjólaug Diðriksdóttir, auk leikskólastjóra Hugrúnar Hermannsdóttir. Guðný Fjóla setti fund.   1. Starfsmannamál Tveir starfsmenn eru þungaðar þ.e. Hugrún leikskólastjóri og Dagný. Þær fara, að öllum líkindum, báðar í barnsburðarleyfi í lok júlí. Huga þarf að því að ráða í þessar stöður með vorinu.   2. Sumarlokun Árið 200...

Góður fundur um skólamál

Í gærkvöldi var fundur sem skólastjórnendur í Þelamerkurskóla boðuðu til um skólamál. Á honum voru skólanefnd skólans, framkvæmdanefnd, stjórn foreldrafélagsins og foreldraráð. Þar voru kynntar hugmyndir skólastjórnenda um skólamál og farið yfir frumvarp til nýrra grunnskólalaga, sem nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi. Vel var mætt á fundinn og var hann í alla staði vel he...

Fundargerð - 16. janúar 2008

Miðvikudaginn 16. janúar 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 23. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &n...

Fréttabréf Möðruvallaklausturssóknar

Út er komið fréttabréf Möðruvallaklausturssóknar fyrir vorið 2008. Þar koma m.a. fram allir messudagar fram yfir hvítusunnu. Á hvítasunnudag verður ferming í Glæsibæjarkirkju og Möðruvallakirkju en fermt verður mánuði fyrr í Bakkakirkju, þ.e. 12. apríl. Fréttabréfið í heild má lesa með því að smella hér. ...