Fréttasafn

Skólaakstur boðinn út

Skólaakstur úr Hörgárbyggð í Þelamerkurskóla fyrir tvö næstu skólaár hefur verið boðinn út. Útboðsfrestur rennur út næstkomandi miðvikudag kl. 19:30. Boðnar eru út fjórar akstursleiðir: 1) Búðarnes - Barká - Langahlíð - Þelamerkurskóli 2) Skriða - Tréstaðir - Þelamerkurskóli 3) Auðnir - Þelamerkurskóli (um Þelamerkurveg) 4) Lónsbakki - Bitra - Þelamerkurskóli Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hö...

Fundargerð - 08. apríl 2008

Þriðjudaginn 8. apríl 2008 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Skútar/Moldhaugar, umsókn um námurannsóknaleyfi, leyfi fyrir afleggjara og vegi eftir girðingarstæði Lagt fram tölvubréf frá Þ...

Jón Laxdal á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla stendur nú yfir sýning Jóns Laxdals Halldórssonar. Jón stundaði nám við heimspeki við Háskóla Íslands og er sjálfmenntaður í myndlist. Hann hóf skapandi feril í ljóðlist sem þróaðist síðan yfir i myndlist á árunum 1980–1983. Þá starfrækti hann sýningarstaðinn Rauða húsið ásamt fjölda fólks. Jón hefur hlotið viðurkenningar og starfslaun frá íslenska ríkinu og A...

Páskamót Íþróttamiðstöðvarinnar og Vífilfells

Páskamót Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk og Vífilfells var haldið á skírdag. Alls tóku 16 hópar þátt í mótinu og spilað var í 4 riðlum. Sigurvegarar í riðlunum voru hópur Bjarna B., hópur Róberts, hópur Símans og hópur Pálma. Hópur Róberts (til vinstri) varð Þelamerkurmeistarar á vorönn 2008 eftir mjög spennandi, tvíframlengdan úrslitaleik við hóp Pálma. Hópur Símans&nb...

Kynningarfundur um aðalskipulag

Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 verður í Hlíðarbæ miðvikudaginn 2. apríl nk. 20:00. Tillagan hefur verið kynnt Skipulagsstofnun og nágrannasveitarfélögunum. Á kynningarfundinum munu skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins fara yfir tillöguna og svara fyrirspurnum um aðalskipulagið. Að loknum fundinum verður unnið úr athugasemdum og gengið frá lokatillögu. ...

Fundargerð - 19. mars 2008

Miðvikudaginn 19. mars 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 25. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.  ...

Sundlaugin opin um páskana

Sundlaugin á Þelamörk verður opin kl. 10-18 daglega um páskana, nema lokað verður á páskadag. Boðið er upp á heita sundlaug, vatnsrennibraut, vatnsgufubað, barnasundlaug með regnhlíf og heitan pott. Eftir páska fram að sumartíma verður svo opið kl. 17-22 á virkum dögum, kl. 10-18 á laugardögum og kl. 10-22 á sunnudögum....

Sundlaugin á Þelamörk endurbætt

Nú stendur yfir hönnun á umfangsmiklum endurbótum á sundlauginni á Þelamörk. Byggt verður nýtt lagnahús með nýjum stýringum og hreinsibúnaði. Tveir nýir heitir pottar koma við sundlaugina, og auk þess nýtt eimbað. Sundlaugarkerið sjálft verður endurbætt á ýmsan hátt. Sundlaugin hefur lengi verið mjög vinsæll áningarstaður, enda hefur þjónusta þar verið rómuð og ekki s...

Frábær árshátíð

Í gærkvöld var árshátíð Þelamerkurskóla haldin með glæsibrag fyrir fullu húsi í íþróttasal Íþróttamiðstöðvarinnar. Allir nemendur skólans, um 90 talsins, tóku þátt í dagskráatriðum hátíðarinnar og síðan var dansleikur til klukkan eitt eftir miðnætti. Aðaldagskráratriði hátíðarinnar var leikritið Latibær, með Íþróttaálfinn, Sollu stirðu og Glanna glæp sem aðalpersónur. Á myndinnni er...

Fundargerð - 13. mars 2008

Fimmtudaginn 13. mars 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 13:45.   Fyrir var tekið:   1.      Endurbætur sundlaugarkerfa Lagðar fram teikningar að fyrirhuguðum endurbótum ...