Fréttasafn

Fundargerð - 11. mars 2008

76. fundur hreppsnefndar Arnarneshrepps.Þriðjudaginn 11. mars 2008, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir. Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.Fundurinn hófst kl: 20:00. Fyrir var tekið:1. Fundargerðir• Fundargerð frá skipulagsnefnd Arnarneshrepps frá 6. mars sl.Fundargerðin samþykkt.• Fundargerð frá Héraðsráði Eyjafjarðar frá 234....

Kvenfélagið gefur endurskinsvesti

Á heimasíðu Þelamerkurskóla er sagt frá styrk sem Kvenfélag Hörgdæla hefur veitt skólanum til að kaupa endurskinsvesti fyrir nemendur og til að kaupa blikkljós til að setja á umferðarmerki við þjóðveginn til að vara bílstjóra við þegar börn eru á leið yfir þjóðveginn. Hvort tveggja veitir börnunum meira öryggi en ella. Þau eru ...

Þéttbýlið heitir Lónsbakki

Þéttbýlið í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki, skv. nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar. Tillaga um það kom frá skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Þéttbýlið nær yfir göturnar Skógarhlíð og Birkihlíð, ásamt Lóni, Lónsá, Berghóli I og II, Húsamiðjulóðinni, lóð Þórs- og DNG-húss og lóð leikskólans Álfasteins. Svæðið með íbúðagötunum hefur ýmist verið nefnt Spyrnuhverfi, Skógarhlíð eða S...

Fundargerð - 03. mars 2008

Fundur haldinn í skólanefnd 3. mars klukkan 16:301) Ingileif kynnti vinnu við að mynda skólastefnu fyrir Þelamerkurskóla. Mikil og góð vinna hefur verið í gangi  og nauðsynlegt að halda þeirri vinnu áfram. Stefnt er að því að halda sameiginlegan vinnudag með kennurum, sveitarstjórnum, foreldrafélagi, foreldraráði og skólanefndinni ásamt þeim foreldrum eða íbúum sveitarfélaganna sem áhuga hafa...

Febrúar í leikskóla er skemmtilegur

Það er gaman að vera leikskólabarn í febrúar.  Þá er svo margt skemmtilegt á döfinni og leikskólafólk hefur í mörg horn að líta. Bolludagur kemur og fer með fullt af bollum, svo góðum að allir eru í sæluvímu, sérstaklega Anna Dóra, sem er mikill nammigrís.  Ekki er sprengidagurinn síðri, því að saltkjöt og baunir eru beinlínis mannbætandi fyrir sælkera eins og hana. Og þá er komið að þv...

Raflína tekin niður

Á dögunum fækkaði nokkuð rafmagnsstaurunum í Kræklingahlíðinni þegar tekinn var niður hluti af raflínu sem sá Lónsbakka og svæðinu þar í kring fyrir rafmagni. Síðastliðið haust var nýr rafstrengur lagður í jörðu frá Rangárvöllum og út að Lónsbakka og kemur hann í stað raflínunnar. Í sumar mun rafmagnsstaurunum enn fækka í Hlíðinni. Með þessum ráðstöfunum verður rafmagnið öruggara og...

Fundargerð - 20. febrúar 2008

Miðvikudaginn 20. febrúar 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 24. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &...

Sveinka á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla eru nú verk eftir Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur, Sveinku. Í verkunum reynir hún að fanga hreyfingu og karakter hrossa. Þau eru unnin með akrýl og olíu. Sveinka brautskráðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og þetta er önnur einkasýning hennar. Hún vinnur í það efni sem...

Vordagskrá Amtsmannssetursins

Dagskrá fimmtudaganna í Leikhúsinu á Mörðuvöllum á vorönninni er sem hér segir: 21. febrúar: Vasa í öllu - Sveinn í Kálfskinni 28. febrúar: Tilurð bæjarnafna – Jóhannes Sigvaldason 13. mars: Kuml og haugfé í Eyjafirði - Þóra Pétursdóttir 27. mars: Af Óla rokkara og Gísla í Gröf: Bútæknibylting, brot úr menningarsögu 20. aldar – Bjarni Guðmundsson 10. apríl: Nýja Biblíuþýðingin – Solveig...

Fundargerð - 14. febrúar 2008

Fimmtudaginn 14. febrúar 2008 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Nafngift á þéttbýlinu í Hörgárbyggð Rætt um nafngift á þéttbýlinu í Hörgárbyggð. Heitið Skógarhlíðarhverfi er oftast n...