Fundargerð - 11. mars 2008

76. fundur hreppsnefndar Arnarneshrepps.
Þriðjudaginn 11. mars 2008, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir. Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.
Fundurinn hófst kl: 20:00.


Fyrir var tekið:
1. Fundargerðir
• Fundargerð frá skipulagsnefnd Arnarneshrepps frá 6. mars sl.
Fundargerðin samþykkt.
• Fundargerð frá Héraðsráði Eyjafjarðar frá 234. fundi frá 27. feb. sl.
Lagt fram til kynningar.
• Fundargerð frá fundi um almenningssamgöngur frá 21. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Fundargerð Stjórn Eyþing 191. fundur frá 15. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Fundargerð frá Eyþing, fundi með þingmönnum Norðausturkjördæmis frá 15. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Fundargerð frá fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Fundargerð frá HNE frá 108. fundi frá 5. mars sl.
Lagt fram til kynningar
• Fundargerð frá stjórn Minjasafnsins á Akureyri frá 16. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Fundargerð frá stjórn Minjasafnsins á Akureyri frá 20. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Fundargerð frá stjórn Minjasafnsins á Akureyri frá 30. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Minnispunktar frá fundi reiðveganefndar, hreppsnefndar og landeigenda um reiðvegamál í Arnarneshreppi frá 6. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
• Fundargerð frá stjórn ÍMÞ frá 5. febrúar sl.
Fundargerðin rædd og samþykkt.


2. Háhraðatengingar í Arnarneshreppi.
Háhraðatengingar í Arnarneshreppi, kostnaðaráætlun frá Tengir.
Gunnar Björn mætti á fundinn og fór í gegnum kostnaðaráætlun sem að Tengir hefur sent hreppum varðandi ljósleiðarasamband um hreppinn. Umræða um ljósleiðasamband í hreppum varð mikil og hreppsnefnd ætlar að skoða málið betur.
Oddvita falið að vera í sambandi við Gunnar Björn varðandi nákvæman fjölda hugsanlegra notenda í hreppum og fá uppfærða kostnaðaráætlun frá honum fyrir næsta fund í samræmi við umræðuna sem fram fór á fundinum.


3. Innkomin bréf.
• Bréf frá Stefáni Magnússyni, fyrir hönd búnaðarfélagsins Trölla frá 3. mars sl. Ósk um viðræður við Arnarneshrepp um útvegun húsnæðis undir kornþurrkun á Hjalteyri og hugsanlega aðkomu hreppsins að henni.
Ákveðið hefur verið að hitta þessa aðila á morgun miðvikudag 12. mars klukkan 20:30 í Leikhúsinu á Möðruvöllum.
• Skipulagsstofnun bréf frá 5. mars sl. varðandi framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Hörgá í landi Grjótgarðs í Hörgárbyggð og Litla Dunhaga í Arnarneshreppi.
Lagt fram til kynningar.
• Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf frá 4. mars sl. varðandi Skólamálastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Erindinu vísað til skólastjóra Þelamerkurskóla og skólanefndar.
• Bréf frá Grímseyjarhreppi varðandi Barnaverndunarnefnd Eyjafjarðar, bréf frá 22. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Afrit af bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til Alþingis, varðandi Frumvarp til laga um frístundabyggð. Bréf frá 21. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Umhverfisráðuneytið, bréf frá 5. febrúar sl. varðandi tengingu íslenskra verndarsvæða við net verndarsvæða OSPAR.
Lagt fram til kynningar.
• Bréf frá Staðardagskrá 21, varðandi Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum. Bréf frá 25. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Slökkvilið Akureyrar, bréf frá 18. febrúar sl. varðandi afhendingu gagna til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
• Skipulagsstofnun, umsagnarbeiðni vegna vegframkvæmda á Hörgárdalsvegi (815), Skriða-Björg. Bréf frá 29. febrúar sl.
Hreppsnefnd telur að vegframkvæmdin á Hörgárdalsvegi (815) innan Arnarneshrepps sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.


4. Önnur mál
• Tillaga frá stjórnarfundi SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi frá 27. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Ályktun Umferðarráðs um merkingar vegavinnusvæða, bréf frá 21. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
• Ársskýrsla Slökkviliðs Akureyrar fyrir árið 2007.
Lagt fram til kynningar.
• Vinnuskólinn, umræða um hugsanlega útfærslu á honum.
8 krakkar eru í 8-10 bekk í Arnarneshreppi.
• Kostnaðaráætlun vegna hugsanlegra þátttöku Arnarneshrepps í rekstri leikskólans á Álfasteini í Hörgárbyggð.
Lagt fram til kynningar.


5. Trúnaðarmál
Oddvita falið að vinna eftir því sem ákveðið var á fundinum.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl: 23:59