Fundargerð - 11. mars 2008
76. fundur hreppsnefndar Arnarneshrepps.
Þriðjudaginn 11. mars 2008, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir. Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.
Fundurinn hófst kl: 20:00.
Fyrir var tekið:
1. Fundargerðir
Fundargerð frá skipulagsnefnd Arnarneshrepps frá 6. mars sl.
Fundargerðin samþykkt.
Fundargerð frá Héraðsráði Eyjafjarðar frá 234. fundi frá 27. feb. sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð frá fundi um almenningssamgöngur frá 21. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Stjórn Eyþing 191. fundur frá 15. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð frá Eyþing, fundi með þingmönnum Norðausturkjördæmis frá 15. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð frá fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð frá HNE frá 108. fundi frá 5. mars sl.
Lagt fram til kynningar
Fundargerð frá stjórn Minjasafnsins á Akureyri frá 16. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð frá stjórn Minjasafnsins á Akureyri frá 20. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð frá stjórn Minjasafnsins á Akureyri frá 30. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Minnispunktar frá fundi reiðveganefndar, hreppsnefndar og landeigenda um reiðvegamál í Arnarneshreppi frá 6. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð frá stjórn ÍMÞ frá 5. febrúar sl.
Fundargerðin rædd og samþykkt.
2. Háhraðatengingar í Arnarneshreppi.
Háhraðatengingar í Arnarneshreppi, kostnaðaráætlun frá Tengir.
Gunnar Björn mætti á fundinn og fór í gegnum kostnaðaráætlun sem að Tengir hefur sent hreppum varðandi ljósleiðarasamband um hreppinn. Umræða um ljósleiðasamband í hreppum varð mikil og hreppsnefnd ætlar að skoða málið betur.
Oddvita falið að vera í sambandi við Gunnar Björn varðandi nákvæman fjölda hugsanlegra notenda í hreppum og fá uppfærða kostnaðaráætlun frá honum fyrir næsta fund í samræmi við umræðuna sem fram fór á fundinum.
3. Innkomin bréf.
Bréf frá Stefáni Magnússyni, fyrir hönd búnaðarfélagsins Trölla frá 3. mars sl. Ósk um viðræður við Arnarneshrepp um útvegun húsnæðis undir kornþurrkun á Hjalteyri og hugsanlega aðkomu hreppsins að henni.
Ákveðið hefur verið að hitta þessa aðila á morgun miðvikudag 12. mars klukkan 20:30 í Leikhúsinu á Möðruvöllum.
Skipulagsstofnun bréf frá 5. mars sl. varðandi framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Hörgá í landi Grjótgarðs í Hörgárbyggð og Litla Dunhaga í Arnarneshreppi.
Lagt fram til kynningar.
Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf frá 4. mars sl. varðandi Skólamálastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Erindinu vísað til skólastjóra Þelamerkurskóla og skólanefndar.
Bréf frá Grímseyjarhreppi varðandi Barnaverndunarnefnd Eyjafjarðar, bréf frá 22. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Afrit af bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til Alþingis, varðandi Frumvarp til laga um frístundabyggð. Bréf frá 21. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráðuneytið, bréf frá 5. febrúar sl. varðandi tengingu íslenskra verndarsvæða við net verndarsvæða OSPAR.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá Staðardagskrá 21, varðandi Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum. Bréf frá 25. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Slökkvilið Akureyrar, bréf frá 18. febrúar sl. varðandi afhendingu gagna til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
Skipulagsstofnun, umsagnarbeiðni vegna vegframkvæmda á Hörgárdalsvegi (815), Skriða-Björg. Bréf frá 29. febrúar sl.
Hreppsnefnd telur að vegframkvæmdin á Hörgárdalsvegi (815) innan Arnarneshrepps sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
4. Önnur mál
Tillaga frá stjórnarfundi SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi frá 27. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Ályktun Umferðarráðs um merkingar vegavinnusvæða, bréf frá 21. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Ársskýrsla Slökkviliðs Akureyrar fyrir árið 2007.
Lagt fram til kynningar.
Vinnuskólinn, umræða um hugsanlega útfærslu á honum.
8 krakkar eru í 8-10 bekk í Arnarneshreppi.
Kostnaðaráætlun vegna hugsanlegra þátttöku Arnarneshrepps í rekstri leikskólans á Álfasteini í Hörgárbyggð.
Lagt fram til kynningar.
5. Trúnaðarmál
Oddvita falið að vinna eftir því sem ákveðið var á fundinum.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl: 23:59