Fréttasafn

Viðræður við alþingismenn

Í dag hittu oddviti og sveitarstjóri Hörgárbyggðar alþingismenn kjördæmisins til að óska eftir atbeina þeirra til að þoka áfram brýnum málum í sveitarfélaginu. Efst á blaðinu voru vegabætur og málefni Gásakaupstaðar. Auk þess var lögð áhersla á að þriggja fasa rafmagn verði fáanlegt á öllum bæjum sem þess þarfnast, að Hringvegurinn efst í Öxnadal verði girtur af o.fl. Mjög brýnt er ...

Fundargerð - 17. nóvember 2008

Mættir voru: Bernharð Arnarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helga Jónsdóttir, Jón Þór Brynjarsson, Jónína Garðarsdóttir, Líney S. Diðriksdóttir og Stella Sverrisdóttir.   Dagskrá:   1. Fjárhagsáætlun, staða og frekari innkaup Fyrirséð er að áætlun fyrir matar- og mjólkurinnkaup stenst ekki, þar sem börnum hefur fjölgað og matarverð hækkað. Það kemur til með að vanta u.þ.b. mánuð uppá...

Var tekin ljósmynd af Jónasi?

Afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar er á sunnudaginn, 16. nóvember. Þá verður hinn árlegi Jónasarfyrirlestur Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Þá flytur Tryggvi Gíslason magister fyrirlestur sem hann kallar „Myndin af Jónasi Hallgrímssyni”.  Í fyrirlestrinum verður fjallað um mynd þá sem þjóðin hefur gert sér af skáldinu og nát...

Fundargerð - 10. nóvember 2008

Mánudaginn 10. nóvember 2008 kl. 15:40 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1.  Endurskoðun fjárhagsáætlunar Þelamerkurskóla fyrir árið 2008 Lögð voru fram drög að endurskoðaðri fjárhags...

Stundum og stundum ekki

Leikfélag Hörgdæla undirbýr núna uppsetningu gamanleiksins „Stundum og stundum ekki“ eftir Arnold og Back í leikstjórn Sögu G. Jónsdóttur. Fyrsti samlestur verður næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00 á Melum og eru allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í verkinu hvattir til að mæta þá til að sýna og sanna hæfileika sína og tryggja sér hlutverk. 9 kven- og 9 karlhlutverk eru í boði og vonast st...

Fundargerð - 06. nóvember 2008

Fimmtudaginn 6. nóvember 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 20:00. Fyrir var tekið:   1. Staða framkvæmda Fundarmenn skoðuðu þær endurbætur sem fram hafa farið á sundlauginni og tengdum kerfum. Framkvæm...

Fjölmenni á afmælishátíð

Í gær var haldið upp á 150 ára afmæli Bægisárkirkju. Kirkjan var troðfull og á meðal gesta voru fimm prestar auk sóknarprests, sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Kirkjukórinn söng m.a. Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttir, organista. Ritningarlestra lásu Bryndís Sóley Gunnarsdóttir og Jónína Þórdís Helgadóttir. Á eftir var veislukaffi á Mel...

Bægisárkirkja 150 ára

Bægisárkirkja í Hörgárdal verður 150 ára í ár.  Haldið verður upp á afmælið sunnudaginn 2. nóvember með messu í kirkjunnikl. 14:00.  Í messunni mun kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls leiða almennan safnaðarsöng og syngja Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré.Eftir messuna verður afmæliskaffi á Melum.  Þar verður m.a. myndasýning sem fermingarbörnin hafa unnið upp úr gömlu...

Viðurkenningar á árshátíð

Á árshátíðinni á laugardaginn fengu Stóri-Dunhagi viðurkenningu fyrir snyrtilegt býli og Skógarhlíð 29 viðurkenningu fyrir fallega lóð. Á myndinni eru Liesel og Jóhann Malmquist með viðurkenningarskjal fyrir lóðina sína í Skógarhlíð 29. Hana hafa þau ræktað upp frá grunnni með mikilli kunnáttu og natni.                           &nbs...

Árshátíðin í Hlíðarbæ

Á morgun, fyrsta vetrardag, verður hin árlega árshátíð haldin í Hlíðarbæ. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið byrjar hálftíma síðar. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir alger endurnýjun á anddyri og snyrtingum hússins og verður árshátíðin fyrsta skemmtunin í húsinu eftir að þeim lauk. Á myndinni sést þegar hreingerning eftir framkvæmdirnar hófust fyrr í vikunni. Að árshátíðinni standa Le...