Stundum og stundum ekki
10.11.2008
Leikfélag Hörgdæla undirbýr núna uppsetningu gamanleiksins Stundum og stundum ekki eftir Arnold og Back í leikstjórn Sögu G. Jónsdóttur.
Fyrsti samlestur verður næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00 á Melum og eru allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í verkinu hvattir til að mæta þá til að sýna og sanna hæfileika sína og tryggja sér hlutverk.
9 kven- og 9 karlhlutverk eru í boði og vonast stjórn leikfélagsins eftir að fjöldi fólks láti sjá sig á samlestrinum.