Var tekin ljósmynd af Jónasi?
Afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar er á sunnudaginn, 16. nóvember. Þá verður hinn árlegi Jónasarfyrirlestur Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.
Þá flytur
Fyrsti Jónasarfyrirlesturinn var haldinn í Amtsbókasafninu á Akureyri 16da nóvember 2004. Þar ræddi Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur og myndlistarmaður um sýn sína á Jónasi Hallgrímssyni og samtímanum. Árið eftir flutti Atli Heimir Sveinsson tónskáld fyrirlestur sem hann nefndi Ljóðskáldið Jónas Hallgrímsson". Árið 2006 flutti dr Bjarni E. Guðleifsson prófessor fyrirlestur um Náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson og á afmælisári hélt Helga Kress prófessor fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri sem hún kallaði Landið, skáldskapurinn og konan í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar.