Fundargerð - 06. nóvember 2008

Fimmtudaginn 6. nóvember 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 20:00.

Fyrir var tekið:

 

1. Staða framkvæmda

Fundarmenn skoðuðu þær endurbætur sem fram hafa farið á sundlauginni og tengdum kerfum. Framkvæmdirnar ganga vel, að því undanskildu að frágangur heitra potta er nokkrum dögum á eftir áætlun.

 

2. Ósk um verðbætur á eftirstöðvar tilboðsupphæðar

Sveitarstjórnir Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps fólu stjórninni að taka til efnislegrar athugunar bréf frá verktaka endurbótanna, dags. 8. okt. 2008, um greiðslu verðbóta, sbr. fundargerð síðasta fundar stjórnarinnar.

Lagt var fram minnisblað um málið þar sem fram kemur að leitað hefur verið álits lögfræðinga og könnuð hugsanleg fordæmi fyrir greiðslu verðbóta í sambærilegu tilviki og hér um ræðir.

Stjórnin leggur til við sveitarstjórnirnar að erindi verktakans verði hafnað.

 

3. Vátryggingar

Lagt fram tilboð frá VÍS í vátryggingar fyrir Íþróttamiðstöðina. Fram kom á fundinum að fram að þessu hefur aðeins brunatrygging verið keypt fyrir Íþróttamiðstöðina. Í tilboðinu er gert ráð fyrir að við bætist húseigendatrygging, lausafjártrygging, frjáls ábyrgðartrygging og slysatrygging launþega.

Tilboð var samþykkt.

 

4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2008.

Stjórnin leggur til við sveitarstjórnirnar að framlögð drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 fyrir Íþróttamiðstöðina verði samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30.