Fréttasafn

Sílastaðabræður gera það gott á snjóbrettum

Bræðurnir á Sílastöðum, Eiríkur og Halldór Helgasynir, eru í snjóbrettamenntaskóla í Svíþjóð. Í Kastljósi í Sjónvarpinu á föstudaginn var sagt frá frábærum árangri þeirra í alþjóðlegri keppni á snjóbrettum, sem haldin var í Osló á dögunum. Hægt er að horfa á kaflann úr þættinum, með viðtali við Eirík, með því að smella hér. Myndin til vinstri er af Eiríki....

Nýir umsjónarmenn á Melum

Um áramótin lét Þórður V. Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, af störfum sem húsvörður félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Hann hafði þá gegnt starfinu í um 17 ár. Hjónin í Lönguhlíð, Bragi Konráðsson og Eva María Ólafsdóttir, hafa tekið að sér að hafa umsjón með félagsheimilinu. Pantanir á húsinu, upplýsingagjöf o.þ.h. verður frá sama tíma á skrifstofu Hörgárbyggðar. Á myndinni er D...

Fjölmennt á nýársbrennu

Ungmennafélagið Smárinn hélt nýársbrennu á föstudagskvöldið norðan við Laugaland. Þar var fjöldi manns í blíðskaparveðri og horfði á gamla árið brenna út. Margir skutu flugeldum og kveiktu á blysum. Á eftir var kaffi og meðlæti í matsal skólans og svo var bingó á eftir. Nokkrar myndir frá brennunni má sjá með því að smella hér fyrir neðan (á meira).           &nb...