Páskamót Íþróttamiðstöðvarinnar og Vífilfells
31.03.2008
Páskamót Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk og Vífilfells var haldið á skírdag. Alls tóku 16 hópar þátt í mótinu og spilað var í 4 riðlum. Sigurvegarar í riðlunum voru hópur Bjarna B., hópur Róberts, hópur Símans og hópur Pálma. Hópur Róberts (til vinstri) varð Þelamerkurmeistarar á vorönn 2008 eftir mjög spennandi, tvíframlengdan úrslitaleik við hóp Pálma. Hópur Símans varð í 3. sæti. Vífilfell gaf veglega vinninga á mótið. Íþróttamiðstöðin þakkar þeim og öllum þátttakendum fyrir skemmtilegan og prúðmannlega leikið mót.
Hópur Pálma
Hópur Símans