Fundargerð - 13. mars 2008
13.03.2008
Fimmtudaginn 13. mars 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson,
Fundurinn hófst kl. 13:45.
Fyrir var tekið:
1. Endurbætur sundlaugarkerfa
Lagðar fram teikningar að fyrirhuguðum endurbótum á sundlaug, sbr. fyrri ákvarðanir stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar og sveitarstjórnanna.
Rætt um rekstur sundlaugarinnar í sumar með tilliti til framkvæmdanna, þ.m.t. hvort sundlaugin verði opin í sumar og þá hve langan tíma. Ákveðið var að heimila forstöðumanni að ráða tvo starfsmenn í sundlaugina fyrir sumarið.