Góður fundur um skólamál
22.01.2008
Í gærkvöldi var fundur sem skólastjórnendur í Þelamerkurskóla boðuðu til um skólamál. Á honum voru skólanefnd skólans, framkvæmdanefnd, stjórn foreldrafélagsins og foreldraráð. Þar voru kynntar hugmyndir skólastjórnenda um skólamál og farið yfir frumvarp til nýrra grunnskólalaga, sem nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi.
Vel var mætt á fundinn og var hann í alla staði vel heppnaður. Framsögu á fundinum hafði Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri.