Fundargerð - 05. febrúar 2008
Þriðjudaginn 5. febrúar 2008 kl. 15:35 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Húsaleigusamningur skólastjórabústaðar
Gengið var frá húsaleigusamningi um skólastjórabústaðinn við skólastjóra.
2. Kaup á jörðinni Laugaland
Lagt fram bréf frá stjórn Legats Jóns Sigurðssonar, sem er eigandi jarðarinnar Laugaland sem Þelamerkurskóli stendur á. Fram kom að óformlegar viðræður milli aðila hafa átt sér stað um þetta mál.
Gert er ráð fyrir að frá stjórn Legatsins komi hugmyndir um verð og aðra tilhögun á hugsanlegum kaupum.
3. Nettengingar
Lögð fram tillaga að skiptingu kostnaðar við þjónustusamning Þelamerkurskóla og Þekkingar um gagnasamband og erlent niðurhal gagna milli Hörgárbyggðar og skólans. Tillagan gerir ráð fyrir að Hörgárbyggð greiði Þelamerkurskóla 20% af kostnaði við þessa þætti skv. reikningum frá Þekkingu.
Tillagan var samþykkt.
Lagt fram yfirlit um stofnkostnað fyrir nettengingar milli skólahússins annars vegar og Íþróttamiðstöðvar, skólastjórabústaðar og Laugalands hins vegar. Hann nemur 47 þús. kr. á hverjum stað.
Ákveðið var að búnaður fyrir nettengingar fyrir ofangreinda staði verði settur upp.
4. Umsóknir um námsvist fyrir nemendur utan skólasvæðis
Lagðar fram tvær umsóknir námsvist fyrir nemendur sem ekki eiga lögheimili í aðildarsveitarfélögum Þelamerkurskóla.
Umsóknirnar voru samþykktar. Námsvistargjald vegna viðkomandi nemenda verður innheimt af Þelamerkurskóla og rennur til hans.
5. Endurskinsvesti
Fengist hafa styrkir til að standa straum af fyrirhuguðum kaupum á endurskinsvestum fyrir nemendur í útiskólanum.
6. Vígsla sparkvallar
Ákveðið að haft verði samband við KSÍ um vígslu sparkvallarins við skólann.
7. Skólamálafundur 21. jan. 2008
Ákveðið hefur að í framhaldi af fundi um skólamál, sem skólastjórnendur stóðu fyrir, þann 21. janúar sl. verði sambærilegur kynningarfundur haldinn fyrir foreldra þann 18. febrúar nk. Þá hefur verið ákveðið að vinnufundur um skólastefnu verði í vor.
8. Verðskrá útleigu gistingar og útselds fæðis
Ákveðið að skólastjóri geri drög að verðskrá fyrir útleigu gistingar og útselds fæðis.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 16:50