Fundargerð - 16. janúar 2008
Miðvikudaginn 16. janúar 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 23. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.
Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Flokkun ehf., þjónustusamningur um úrgangsstjórnun
Bréf, dags. 14. jan. 2008, frá Flokkun ehf., þar sem kynnt eru drög að þjónustusamningi um úrgangsstjórnun við Hörgárbyggð, ásamt drögum að slíkum samningi ásamt fylgiskjölum.
2. Þriggja ára áætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu 2009-2011
Lögð fram drög að lögbundinni þriggja ára áætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu Hörgárbyggðar fyrir árin 2009-2011. Drögin gera ráð fyrir að rekstrarafgangur ársins 2009 verði kr. 20.459.000, árið 2010 kr. 18.709.000 og árið 2011 kr. 17.488.000 svo að í lok ársins 2011 verði handbært fé samtals kr. 32.995.000. Sveitarstjóri fór yfir framlögð drög.
Sveitarstjórn samþykkti síðan þriggja ára áætlunina eins og hún var lögð fram.
3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 9. jan. 2008
Fundargerðin er í tólf liðum. Liðir 6, 10m og 11c varða Hörgárbyggð, þ.e. liður 6 um gjaldskrá fyrir sorphirðu og förgun úrgangs í Hörgárbyggð, liður 10m er um starfsleyfi fyrir hárgreiðslustofuna Studio Marilyn í Skógarhlíð 25 og liður 11c er vegna vatnsveitunnar í Skriðu.
Fundargerðin afgreidd án athugasemda.
4. Fundargerð húsnefndar félagsheimilanna, 28. des. 2007
Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.
5. Fundargerðir byggingarnefndar, 19. des. 2007
Fyrri fundargerðin er í sex liðum, enginn þeirra varðar Hörgárbyggð. Síðari fundargerðin felur í sér yfirlit yfir störf nefndarinnar á árinu 2007. Þar kemur fram að fyrir liggur afgreiðsla Úrskurðarnefndar skipulags og byggingamála um að nefndin samþykkir byggingaleyfi vegna viðbyggingar við gamla íbúðarhúsið í Hraukbæ. Bygginganefnd hafði á sínum tíma hafnað erindinu þar sem viðbyggingin þótti ekki ásættanleg miðað við framlagðar teikningar. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hafði aftur á móti veitt samþykkti sitt fyrir viðbyggingunni og með vísan til þess er staðfest að ákvörðun sveitarstjórnar Hörgárbyggðar gildir í þessu máli.
Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar án athugasemda.
6. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18, 27. nóv. 2007
Fundargerðin er í tveimur liðum. Í lið 2 b er fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2008. Skv. fjárhagsáætluninni mun Hörgárbyggð greiða kr. 453.000 til þessa verkefnis á árinu. Sveitarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun eins og hún var lögð fram. Fundargerðin var síðan afgreidd án athugasemda.
7. Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Lagðar fram umsóknir, dags. 20. des. 2007, um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkti erindið að þessu sinni en sveitarstjóra var jafnframt falið að rita, fræðslustjóra Akureyrarbæjar í þessu tilviki, bréf þar sem fram komi að ekki verði greitt fyrir börn utan lögheimilissveitarfélags nema búið sé að ganga frá samþykki sveitarfélagsins áður en námsvistin hefst.
8. Vetrarþjónusta á helmingamokstursvegum
Lögð fram drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og Hörgárbyggðar um framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum í sveitarfélaginu.
Málið rætt og síðan samþykkti sveitarstjórn framlögð drög að samkomulagi um helmingamoksturinn.
9. Hörgá, umsókn um breytingu á framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku
Bréf, dags. 11. jan. 2008, frá Sverri Brynjari Sverrissyni og Sverri Haraldssyni, þar sem óskað er eftir að tilgreint magn í framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr og við Hörgá í landi Steðja verði 49.000 m3 í stað 30.000 m3.
Málið rætt og síðan samþykkt.
10. Neðri-Rauðilækur, afmörkun byggingarreits
Tölvubréf, dags. 11. jan. 2008, frá Sigurði S. Sigurðssyni og Stefaníu Steinsdóttur, um leyfi fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús á Neðri-Rauðalæk. Málið rætt og síðan samþykkt.
11. Framhaldsskólanefnd, tilnefning
Tölvubréf, dags. 11. jan. 2008, frá Bjarna Kristjánssyni, um tilnefningu í framhaldsskólanefnd, sbr. samþykktir í héraðsnefnd og héraðsráði. Einnig fylgja með drög að erindisbréfi nefndarinnar. Skv. samþykkt héraðsráðs eiga sveitarfélögin að veita umsögn um þau. Nefndinni er ætlað að vera héraðsnefnd, héraðsráði og sveitarfélögum til ráðgjafar um byggingu nýrra framhaldaskóla við Eyjafjörð eða stækkun þeirra skóla sem fyrir eru. Nefndin er til komin vegna undirbúnings á stofnun framhaldsskóla í Ólafsfirði og fyrirhugaðrar byggingar fyrir starfsdeild við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagt erindisbréf fyrir nefndina og samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að Valdimar Gunnarsson, Rein Eyjafjarðarsveit, verði tilnefndur í nefndina fyrir hönd annarra sveitarfélaga í Eyjafirði en Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.
12. Lækjarvellir 7, gatnagerðargjald
Bréf, dags. 8. jan. 2008, frá Byggingafélaginu Glitti ehf., þar sem óskað er eftir fresti til ganga frá greiðslu gatnagerðargjalds vegna Lækjarvalla 7, fram yfir næsta vaxtaákvörðunardag Seðlabankans.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
13. Óbyggðanefnd, þjóðlendumál
Bréf, dags. 2. jan. 2008, frá Óbyggðanefnd, þar sem greint er frá því að fjármálaráðherra hafi verið veittur viðbótarfrestur til 28. febrúar 2008 til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum á svæði 7. Í bréfinu kemur einnig fram að Óbyggðanefnd hefur samþykkt ósk fjármálaráðherra um breytta afmörkun svæðis 7, þannig að það nái einungis til suðurhluta svæðisins. Þetta mál var áður á dagskrá sveitarstjórnar 5. desember 2007, sjá 7. lið þeirrar fundargerðar.
Lagt fram til kynningar.
14. Hólar, skógræktarsamningur
Bréf, dags. 21. des. 2007, frá Norðurlandsskógum ásamt afriti af samningi um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt.
Lagt fram til kynningar.
15. Barnavernd, ráðstefna um framkvæmdaáætlun
Bréf, dags. 4. jan. 2008, frá félagsmálaráðuneytinu, um ráðstefnu sem haldin verður 4. febr. 2008 um fyrirliggjandi drög að framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, sbr. bréf ráðuneytisins, dags. 5. des. 2007, sjá 11. lið í fundargerð sveitarstjórnar 19. des. 2007.
Lagt fram til kynningar.
16. Staðardagskrá 21, landsráðstefna
Bréf, dags. 11. jan. 2008, frá skrifstofu Staðardagskrá 21 á Íslandi, um landsráðstefnu Staðardagskrár 21 sem haldin verður í Hveragerði 8.-9. febr. 2008.
17. Neðri-Rauðilækur, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
Bréf, dags. 14. jan. 2008, frá Oddgeiri Sigurjónssyni og Sigurði Sumarliða Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr mel sem er suðvestan til í landi Neðri-Rauðalækjar. Afstöðumynd fylgir. Óskað er eftir leyfi fyrir 45.000 m3 á næstu þremur árum. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.
18. Ósk um lausn frá nefndarsetu
Bréf, dags. 22. des. 2007, frá Hönnu Rósu Sveinsdóttur, þar sem hún tilkynnir um brottflutning úr sveitarfélaginu og biðst lausnar sem aðalmaður í skólanefnd og sem varaskoðunarmaður ársreikninga sveitarfélagsins. Elísabeth J Zitterbart hefur verið fyrsti varamaður í skólanefnd og var samþykkt að hún taki sæti sem aðalmaður í skólanefnd.