Fundargerð - 05. febrúar 2008

Þriðjudaginn 5. febrúar 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 14:50.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Endurbætur sundlaugarkerfa

Lögð fram frumhönnun og kostnaðaráætlun fyrirhugaðra endurbóta á lagnakerfi sundlaugar o.fl., sbr. ákvarðanir funda stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar 26. apríl og 15. nóvember 2007.

Að loknum umræðum var samþykkt vísa ákvörðun um framhald undirbúnings  fyrir endurbæturnar og annað fyrirkomulag á þeim til sameiginlegs fundar sveitarstjórnanna sem verður þann 6. febr.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35