Sparkvöllur í byggingu
27.06.2007
Að undanförnu hefur verið unnið að gerð sparkvallar við Þelamerkurskóla. Þegar myndin til vinstri var tekin var verið að leggja snjóbræðslurörin og girðingin er komin af stað. Gert er ráð fyrir að gervigrasið á sparkvöllinn verði sett á í næstu viku. Á myndinni sést einnig þar sem verið er að skipta um jarðveg vegna stuttrar hlaupabrautar sem verður gerð við grasvöll Þelamerkurskóla....