Fréttasafn

Evróvision-sigurvegarar úr Hörgárbyggð

Hörgárbyggð átti glæsilega fulltrúa í forkeppni Evróvision á dögunum. Þaðan eru tveir efstu flytjendur keppninnar, Eiríkur Hauksson og Friðrik Ómar. Faðir Eiríks, Haukur Eiríksson, fæddist í Ási á Þelamörk. Friðrik Ómar er sonur Hjörleifs frá Steinsstöðum og Sólveigar Gestsdóttur Júlíussonar sem var lengi á Neðri-Vindheimum. Móðir hennar, Erla á Auðnum, er frá Skútum í Glerárþorpi sem va...

Ónýtar rafhlöður í endurvinnslu

Rafhlöður eiga ekki að fara í ruslið heldur á að skila þeim til úrvinnslu. Það er í raun sáraeinfalt. Hægt er að skila inn ónýtum rafhlöðum til Endurvinnslunnar á Akureyri og í sérstök ílát á bensínstöðvum, m.a. hjá Olís. Á vef Úrvinnslusjóðs, www.urvinnslusjodur.is, er hægt að finna spurningar og svör um rafhlöður, innihald þeirra, flokkun og áhrif spilliefna á umhverfið. Rafhlöðum er fargað...

Arna Baldvins með brons á Meistaramóti

Arna Baldvinsdóttir, Umf. Smáranum, náði 3. sæti í fimmþraut (16 ára og yngri) á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem fór fram í Laugardalshöllinni í Reyjavík um helgina. Keppendur á mótinu voru alls 35, þar af voru 31 utan höfuðborgarsvæðisins. Nánar hér á umse.is....

Góður kynningarfundur um aðalskipulag

Í gærkvöldi var haldinn velheppnaður kynningarfundur um aðalskipulag Hörgárbyggðar sem nú er unnið að. Yngvi Þór Loftsson og Óskar Örn Gunnarsson kynntu forsendur skipulagsins og sýndu margar uppdrætti þar að lútandi. Kynningarfundurinn var vel sóttur, á honum voru um 50 manns. Á fundinum var ákveðið að setja upp hér á heimasíðunni ábendinga- og athugasemdasíðu, sjá hér. Þar getur fólk komið ...

Samið um fyrstu lóðina á nýju þjónustusvæði

Í dag skrifuðu Vélaver hf. og Hörgárbyggð undir samning um lóð Vélavers á 1 hektara lóð undir þjónustumiðstöð fyrir Norðurland. Lóðin er á nýju byggingarsvæði við vegamót hringvegar og Blómsturvallavegar í Hörgárbyggð. Nýja byggingarsvæðið er í þjóðbraut og aðkoma stórra bíla og tækja verður einstaklega góð. Staðurinn er áberandi og reiknað er með að hann verði eftirsótt athafnasvæði.    ...

Fundargerð - 14. febrúar 2007

Miðvikudaginn 14. febrúar 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 11. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1...

Kynning á aðalskipulagstillögu

Á fimmtudaginn, 15. febrúar kl. 20 verður tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar kynnt á almennum fundi í Hlíðarbæ. Þar munu Yngvi Þór Loftsson, arkitekt, og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur, kynna tillöguna. Síðan verður spáð, spekúlerað og rýnt í kort eftir því sem fundarmenn vilja. Íbúar Hörgarbyggðar eru eindregið hvattir til að koma á kynningarfundinn og taka virkan þátt í m...

Góð ferð á Meistaramót í frjálsum

UMSE fór með kornungt lið á aðalhluta Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Keppendur voru sex á aldrinum 14-24 ára. Arna Baldvinsdóttir, Smáranum, stóðst álagið með prýði og bætti sig í langstökki og 400 m hlaupi. Svo hljóp hún kvennagrindina mjög vel og varð 10. Steinunn Erla Davíðsdóttir, Smáranum, var yngsti keppandinn frá UMSE. Hún er 13 ára og bætti ...

Fundargerð - 08. febrúar 2007

Fimmtudaginn 8. febrúar 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, formaður, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Atvinnusvæði við vegamót Blómsturvallavegar Lagt fram bréf, dags. 1. febrúar 2007, frá Skipulagsstofnun, sem er sv...

Síldin kemur í Hörgárdalinn

Leikfélag Hörgdæla hefur hafið æfingar á hinu sívinsæla leikriti Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikstjóri er Sunna Borg og tónlistarstjóri er Snorri Guðvarðsson. Leikritið lýsir lífi farandverkafólki á síldarárunum, gleði þess og sorgum, vinnu, drykkju, ástum og samskiptum við heimafólk.Rauði þráðurinn er síðan togstreita síldarspekúlantsins við landeigandann se...