Samið um fyrstu lóðina á nýju þjónustusvæði

Í dag skrifuðu Vélaver hf. og Hörgárbyggð undir samning um lóð Vélavers á 1 hektara lóð undir þjónustumiðstöð fyrir Norðurland.

Lóðin er á nýju byggingarsvæði við vegamót hringvegar og Blómsturvallavegar í Hörgárbyggð. Nýja byggingarsvæðið er í þjóðbraut og aðkoma stórra bíla og tækja verður einstaklega góð. Staðurinn er áberandi og reiknað er með að hann verði eftirsótt athafnasvæði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hörgárbyggð hefur fengið fleiri fyrirspurnir um byggingarlóðir á svæðinu, þannig að líklega mun það byggjast á tiltölulega skömmum tíma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni eru f.v.: Helgi B. Steinsson, oddviti, Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, Magnús Ingþórsson, forstjóri, og Jónas Þór Jónasson, forstöðumaður.

 

Vélaver hf. áformar að flytja starfsemina í nýtt húsnæði á á lóðinni á árinu 2008, þegar 10 ár verða frá því að fyrirtækið hóf eigin sölu- og þjónustustarfsemi á Akureyri. Í nýja húsinu er gert ráð fyrir stóru þjónustuverkstæði fyrir atvinnubifreiðar, landbúnaðarvélar, vinnuvélar og önnur tæki sem Vélaver hf. selur og þjónustar. Einnig verður þar varahlutalager og sýningaraðstaða.

Markmið Vélavers hf. með þessum framkvæmdum er að geta veitt viðskiptavinum sínum á Norðurlandi enn víðtækari og betri þjónustu en áður.