Fundargerð - 14. febrúar 2007
Miðvikudaginn 14. febrúar 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 11. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.
Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Þriggja ára áætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu (2008-2010)
Lögð fram tillaga að lögbundinni þriggja ára áætlun A- og B-hluta (þ.e. aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu) fyrir árin 2008-2010. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur ársins 2008 verði 13,1 millj. kr., ársins 2009 15,0 millj. kr. og ársins 2010 17,0 millj. kr., svo og að í lok ársins 2010 verði handbært fé samtals 36,8 millj. kr.
Áætlunin var rædd og samþykkti sveitarstjórn síðan tillöguna eins og hún var lögð fram.
2. Vélaver hf., samningur um lóð
Lögð fram drög að samningi við Vélaver hf. um lóð á verslunar- og þjónustusvæði við vegamót hringvegar og Blómsturvallavegar, sbr. 3. lið fundargerðar sveitarstjórnar 17. jan. 2007. Vélaver hf. hefur óformlega samþykkt samninginn. Skv. samningnum skal lóðin vera byggingarhæf í síðasta lagi 1. ágúst 2007 og þá verði gatnagerðargjald lóðarinnar að fullu greitt.
Eftirfarandi bókun var samþykkt:
Sveitarstjórn samþykkir að framlagður samningur við Vélaver hf. verði undirritaður.
3. Landspilda úr landi Syðsta-Samtúns og Mið-Samtúns, breyting á svæðisskipulagi
Bréf, dags. 1. febr. 2007, frá Skipulagsstofnun sem er svar við fyrirspurn um málsmeðferð við gerð deiliskipulags á landspildunni í landi Syðsta-Samtúns og Mið-Samtúns. Í bréfinu segir m.a. að breyta þurfa Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018 vegna breyttrar afmörkunar svæðisins. Sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. febrúar sl. hefur verið gerð tillaga að breytingunni, sem lá fyrir fundinum. Nefndin vísaði frekari meðferð málsins til sveitarstjórnar.
Eftirfarandi bókun var samþykkt:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018 fyrir svæðið og felur sveitarstjóra að kynna hana fyrir öðrum sveitarstjórnum sem aðild eiga að svæðisskipulaginu, auglýsa hana og senda síðan til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneytinu. Sveitarstjórnin lýsir því yfir að hún tekur að sér að bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.
4. Landspilda úr landi Syðsta-Samtúns og Mið-Samtúns, götuheiti
Sveitarstjórn samþykkti að nýja gatan í væntanlegu iðnaðar- og verslunarhverfi fái nafnið Lækjarvellir.
5. Samstarfshópur um skipulagsmál, tilnefning
Bréf, dags. 31. jan. 2007, frá Akureyrarbæ um tilnefningu í samstarfshóp sveitarfélaganna um skipulagsmál á mörkum Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar Hörgárbyggðar verði þau sem í nefndinni eru.
Eftirfarandi bókun var samþykkt:
Sveitarstjórn samþykkti að fulltrúar Hörgárbyggðar í samstarfshóp sveitarfélaganna um skipulagsmál á mörkum Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar verði þau Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir og Birna Jóhannesdóttir.
6. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 8. febr. 2007
Fundargerðin er í þremur liðum. Fyrstu tveir liðirnir voru afgreiddir í næstu dagskrárliðum hér á undan. Lögð fram hugmynd Yngva Þórs um deiliskipulag landspildunnar í landi Syðsta-Samtúns og Mið-Samtúns.
Sveitarstjórn lýst ágætlega á framkomna tillögu að svæðisskipulaginu og felur Ingva að halda áfram þeirri vinnu sem enn er ólokið til að klára málið. Fundargerðin að öðru leyti afgreidd án athugasemda.
7. Álfasteinn, samningur um breytingar á eldra húsnæði
Lagt fram lauslegt mat Jóns Inga Sveinssonar á kostnaði við að breyta eldra húsnæði leikskólans, sbr. 1. lið í fundargerð sveitarstjórnar 17. jan. 2007. Skv. matinu er kostnaður mun hærri en áður hefur verið gert ráð fyrir. Sveitarstjóra falið að hafa yfirumsjón með framkvæmdum á endurbótum á eldra húsnæði Álfasteins í samræmis við umræður á fundinum.
8. Álfasteinn, kaup á lausum búnaði
Lögð fram tillaga leikskólastjóra um kaup á lausum búnaði fyrir viðbyggingu leikskólans, sbr. 1. lið í fundargerð leikskólanefndar 7. febr. 2007. Samþykkt að veita kr. 1.400.000 í kaup á lausum búnaði skv. framlögðum lista. Leikskólastjóra falið að annast umrædd kaup í samráði við sveitarstjóra.
9. Fundargerð leikskólanefndar, 7. febr. 2007
Fundargerðin er í átta liðum. Fyrsti liður fundargerðar leikskólanefndar 7. febr. 2007 var afgreiddur í næsta dagskrárlið hér á undan. Aðrir liðir fundargerðarinnar voru ræddir og fundargerðin síðan afgreidd.
10. Reglur um félagslega heimaþjónustu
Lögð fram drög að reglum um félagslega heimaþjónustu, sbr. 16. lið í fundargerð sveitarstjórnar 17. jan. 2007, en félags- og jafnréttisnefnd hefur fyrir sitt leyti samþykkt drögin. Sveitarstjórn samþykkir reglur um félagslega heimaþjónustu eins og þær eru lagðar fram.
11. Þór hf., lóðarmál
Lagt fram minnisblað um lóðarmál Þórs hf. við Lónsbakka.
Ákveðið að leita til Ólafs Rúnars Ólafssonar til að skoða lagalegu hliðar málsins og legga fyrir næsta fund.
12. Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar, 18. jan. 2007
Fundargerðin er í þremur liðum. Lagt fram bréf, dags. 28. jan. 2007, frá Arnarneshreppi, þar sem greint er frá afgreiðslu á fundargerðinni. Sveitarstjórn samþykkti að ráðinn verði inn, yfir vetrarmánuðina, auka starfsmaður frá kl. 12 á laugardögum og sunnudögum, þannig að á þeim tíma verði alltaf tveir starfsmenn. Frekari mönnun á virkum kvöldum verði skoðuð sem fyrst. Fundargerðin rædd og síðan afgreidd án athugasemda.
13. Minnispunktar samráðsfundar, 31. jan. 2007
Lagðir fram minnispunktar frá samráðsfundinum. Lagt fram til kynningar.
14. Fundargerðir Gásanefndar, 23. jan. og 7. febr. 2007
Hvor fundargerð er í fjórum liðum. Meðfylgjandi er með fjárhagsáætlun Gásaverkefnisins fyrir árið 2007 eins og hún var afgreidd á fundinum. Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar án athugasemda. Fjárhagsáætlunin rædd og síðan samþykkt án athugasemda.
15. Umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan sveitarfélagsins
Lögð fram umsókn, ódags., frá Kristbjörgu Kolbeinsdóttur um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags. Erindið var samþykkt.
16. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, fjárhagsleg aðstoð vegna sameiningar
Bréf, dags. 18. jan. 2007, frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að lokið sé fjárhagslegri aðstoð sjóðsins í kjölfar sameiningar Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps. Heildarúthlutun og greiðsla framlaga á grundvelli reglna nr. 295/2003 vegna sameiningarinnar er samtals kr. 25.871.000 miðað við verðlag hvers árs. Þar af er sérstakt framlag v/ nýbyggingar leikskólans á Álfasteini kr. 12.494.000.
17. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, sparnaður í rekstri
Bréf, dags. 24. janúar 2007, frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar um leiðir til sparnaðar í rekstri skólans, sbr. 4. lið í fundargerð sveitarstjórnar 21. júní 2006. Málin rædd.
18. Tækifæri hf., forkaupsréttur að hlutafé
Bréf, dags. 31. janúar 2007, frá Tækifæri hf. þar sem boðinn er forkaupsréttur að hlutafé í félaginu. Sveitarstjórn samþykkti að neyta ekki forkaupsrétt sinn að þessu sinni.
19. Landsamtök landeigenda
Tilkynning um stofnun Landssamtaka landeigenda og umboð, dags. 24. jan. 2007, til Guðnýjar Sverrisdóttur til að mæta fyrir hönd Hörgárbyggðar á stofnfund Landssamtakanna, sem haldinn var 25. jan. 2007. Sveitarstjórn staðfesti aðild Hörgárbyggðar að Landssamtökunum.
20. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar, kynning
Bréf, dags. 22. jan. 2007, frá starfsmönnum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem boðið er upp á kynningu á starfi Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Lagt fram til kynningar.
21. Samband ísl. sveitarfélaga, námsferðir
Bréf, dags. 2. febr. 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um námsferðir á vegum sambandsins á yfirstandandi ári. Lagt fram til kynningar
22. Ríkiskaup, aðild að rammasamningum
Bréf, dags. 23. jan. 2007, frá Ríkiskaupum þar sem kynnt eru fyrirhuguð rammasamningsútboð á árinu 2007. Einnig fylgir með eyðublað til útfyllingar, ef óskað er eftir aðild að tilteknum rammasamningum. Lagt fram til kynningar.
23. Norræn skólamálaráðstefna
Bréf, dags. 15. jan. 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um norræna skólamálaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 10.-11. maí nk. Lagt fram til kynningar.
24. Fundargerð skólanefndar Þelamerkurskóla, 31. okt. 2006
Fundargerðin er í sjö liðum. Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til skólanefndar að skila frá sér fundargerðum innan tveggja daga frá fundi. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.
25. Fundargerð stjórnar Eyþings, 5. jan. 2007
Fundargerðin er í sex liðum. Hún er lögð fram til kynningar.
26. Fundargerð héraðsráðs, 17. jan. 2007
Fundargerðin er í fimm liðum. Lögð fram til kynningar.
27. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 17. jan. 2007
Fundargerðin er í fjórum liðum. Lögð fram til kynningar.
28. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 7. febr. 2007
Fundargerðin er í fjórtán liðum, enginn þeirra varðar Hörgárbyggð. Hún er því lögð fram til kynningar.
29. Árni Arnsteinsson óskar eftir að fram komi í fréttabréfi Hörgárbyggðar þakklæti til allra þeirra aðila sem komu að gardínusaumi og þrifum á Hlíðarbæ eftir að smiðir luku störfum þar fyrir þorrablótin. Einnig kom fram hjá Árna að þorrablótsnefndir tveggja síðustu þorrablóta á Melum leggja fram kr. 100.000 til stólakaupa á Melum þar sem peningar voru til í sjóði eftir þorrablótin.