Skólatöskudagur í Þelamerkurskóla
25.09.2007
Í dag er skólatöskudagur í Þelamerkurskóla. Iðjuþjálfafélag Íslands stendur fyrir honum, eins og öðrum slíkum víðs vegar um landið þessa viku. Iðjuþjálfar og iðjuþjálfanemar við Háskólann á Akureyri heimsækja grunnskóla og fræða nemendur, foreldra og kennara um rétta notkun á skólatöskum. Nemendur fá að vigta skólatöskurnar sínar og reikna út hvort skólataskan sé af æskilegri þyngd...