Fréttasafn

Fundargerð - 19. nóvember 2007

Fundur í leikskólanefnd Hörgárbyggðar 19.11.07 Mættir voru: Bragi Konráðsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, Líney Diðriksdóttir og Stella Sverrisdóttir.   Dagskrá: 1. Endurskoðun gildandi dvalarsamnings Dvalarsamningurinn yfirlesinn og gerðar tillögur um breytingar sem lagðar verða svo fyrir sveitarstjórn.   2. Barngildi og starfshlutfall starfsfólks Leikskólastj...

Fundargerð - 15. nóvember 2007

Fimmtudaginn 15. nóvember 2007 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 16:50.   Fyrir var tekið:   1. Bréf forstöðumanns Lagt fram bréf frá forstöðumanni, dags. 23. okt. 2007, þar sem óskað er eftir l...

Fundargerð - 15. nóvember 2007

Fimmtudaginn 15. nóvember 2007 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Heimsókn forseta Íslands Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar mun forseti Íslands koma í...

Fundargerð - 12. nóvember 2007

Mánudaginn 12. nóvember 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Lækjarvellir, breyting á deiliskipulagi Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar...

Fundargerð - 08. nóvember 2007

Fimmtudagskvöldið 8. nóvember 2007 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson og Helgi Steinsson oddviti.        Eftirfarandi bókað á fundinum:   1. Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.   2. Almenn umræða um göngurnar á síðastliðnu hausti. Þær gengu víðast ve...

Jónas Hallgrímsson 200 ára

Á 200 ára afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, föstudaginn 16. nóvember, kemur út á vegum menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ný ævisaga sem Böðvar Guðmundsson rithöfundur hefur skrifað og nefnir Jónas Hallgrímsson Ævimynd. Verður ævisagan afhent öllum nemendum í tíunda bekk grunnskóla landsins að gjöf. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun að morgni afmælisdagsins afhenda fyrstu eintö...

Aðalheiður á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla eru nú tvö verk eftir myndmenntakennara skólans, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Verkin eru meðal þeirra verka sem voru á sýningu hennar Bið í Hafnarborg í síðasta mánuði. Allir eru velkomnir í skólann til að skoða sýninguna og að virða fyrir sér verk nemenda sem hanga uppi víða um skólann....

Sparkvöllur og ný leiktæki

Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á frágang kringum sparkvöll og ný leiktæki á skólalóð Þelamerkurskóla. Framkvæmdirnir hafa staðið yfir í frá því í júní og gjörbreyta aðstöðu til íþróttaiðkunar og hreyfingar nemenda, sbr. frétt á heimasíðu skólans, smella hér, um verkefnið Hreyfing, heilsa og hollusta. Það verkefni teygir anga sína víða í skólastarfinu en meginstarf...

Framkvæmdir í Auðbrekkufjalli

Í dag voru Þríhyrningsbændur staddir hátt í hlíðinni fyrir ofan bæinn við að leggja vatnsleiðslu úr vatnsbóli, sem þar fannst nýlega. Til þess var notuð dráttarvél Bernharðs og Þórdísar í Auðbrekku. Á myndinni til vinstri er Jóhannes Gísli Pálmason, einn Þríhyrningsbænda, og á myndunum hér fyrir neðan má sjá, ef grannt er skoðað, hvar verið er að að vinna við vatnslögnina.   &...

Fyrsta skóflustunga á Lækjarvöllum 1

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju 900 fermetra verslunar- og verkstæðishúsi Vélavers hf. á Lækjarvöllum 1, sem þar mun rísa á næstu mánuðum. Það var Pétur Guðmundarson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sem tók fyrstu skóflustunguna. Í máli Magnúsar Ingþórssonar, framkvæmdastjóra, kom fram að húsið yrði tekið í notkun næsta vor. Á myndinni sést Pétur við stjó...