Framkvæmdir í Auðbrekkufjalli
25.10.2007
Í dag voru Þríhyrningsbændur staddir hátt í hlíðinni fyrir ofan bæinn við að leggja vatnsleiðslu úr vatnsbóli, sem þar fannst nýlega. Til þess var notuð dráttarvél Bernharðs og Þórdísar í Auðbrekku. Á myndinni til vinstri er Jóhannes Gísli Pálmason, einn Þríhyrningsbænda, og
á myndunum hér fyrir neðan má sjá, ef grannt er skoðað, hvar verið er að að vinna við vatnslögnina.