Sverrir á Gráa svæðinu
19.09.2007
Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla stendur yfir málverkasýning Sverris Haraldssonar, sem er húsvörður skólans, áður bóndi í Skriðu í Hörgárdal. Á sýningunni eru 8 myndir. Sverrir hefur teiknað mikið um dagana og sótt myndlistarnámskeið.
Sýningin er opin á starfstíma skólans. Til að sjá hana utan hans þarf að hafa samband við Aðalheiði Eysteinsdóttur, listakonu og myndmenntakennara skólans.