Fundargerð - 19. september 2007

Miðvikudaginn 19. september 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 17. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

                          

1. Fundargerðir fjallskilanefndar 17. og 23. ágúst 2007

Fundargerðin frá 17. ágúst er í fjórum liðum og fundargerðin frá 23. ágúst er í sex liðum.

Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar án athugasemda.

 

2. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 8. ágúst og 5. sept. 2007

Fundargerðin 8. ágúst er í sjö liðum. Liður 6 l varðar Hörgárbyggð, hann er um starfsleyfi fyrir viðbyggingu og endurbætur leikskólans Álfasteins. Fundargerðin 5. sept. er í tíu liðum, enginn þeirra varðar Hörgárbyggð. Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar án athugasemda.

 

3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis, 21. ágúst 2007

Fundargerðin er í átta liðum. Liðir 7 og 8 sem varða Hörgárbyggð voru samþykktir, þ.e. erindi frá Ingvari Karlssyni um útlitsbreytingu á bílskúr að Auðbrekku 2 og erindi frá Sigurði Lárussyni um byggingu sumarhúss við B-götu 4 á Steðja.

Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar án athugasemda

 

4. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 12. júlí og 20. ágúst 2007

Fundargerðin frá 12. júlí er í tveimur liðum. Meginefni hennar var á dagskrá sveitarstjórnarfundar 15. ágúst 2007, 19. mál. Fundargerðin frá 20. ágúst er í tólf liðum. Lagðar fram til kynningar

 

5. Snjómokstur í Skógarhlíðarhverfi

Tvö tilboð barst í snjómokstur í Skógarhlíðarhverfi næsta vetur þ.e. frá Halldóri Haukssyni og G. Hjálmarssyni. Ákveðið var að ganga til samninga við G. Hjálmarsson á grundvelli framlagðs tilboðs.

 

6. Álfasteinn, rekstur eldhúss

Í fundargerð leikskólanefndar 8. ágúst 2007 er gerð tillaga um að hafinn verði rekstur eldhúss í Álfasteini. Á fundi sveitarstjórnar 15. ágúst 2007 var ákvörðun í málinu frestað.

Ákveðið var að hefja rekstur í eldhúsinu til reynslu í eitt ár til að byrja með. Verður Lostæti því sagt upp samningnum frá og með 1. október n.k.

 

7. Jarðgerðarstöð, fjármögnun

Bréf, dags. 29. ágúst 2007, frá Eið Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Flokkunar ehf., þar sem gerð er grein fyrir þeirri tillögu stjórnar Flokkunar ehf. að félagið verði, fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði, hluthafi í Moltu ehf., sem hyggst byggja og reka jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang. Gengið er út frá að sveitarfélögin leggi fram 38,5 millj. kr. í hlutafé til jarðgerðarstöðvarinnar.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir að hækka væntanlega hlutafjáreign sína í Flokkun ehf. um allt að 730.000 kr. sem hluta þess að gera félaginu kleift að fjármagna byggingu jarðgerðarstöðvar Moltu ehf.

 

8. RARIK, leyfi fyrir spennistöð

Í framhaldi af samþykkt fundar sveitarstjórnar 15. ágúst 2007 (2. mál) óskar RARIK ohf. eftir að ný spennistöð verði reist á svipuðum stað og sú gamla, en þó sunnan við lækinn. Fyrirtækið er reiðubúið til að greiða hluta af kostnaði við aðkomu.

Samþykkt að RARIK ohf. verði úthlutað lóð, sem er 41,25 m2, neðst við fyrirhugaðan stíg norðan húsa við Birkihlíð.

 

9. Lækjarvellir 5, lóðarumsókn

Lögð fram tölvubréf, dags. 4. sept. 2007, frá Vilhjálmi Kristjánssyni, og bréf, dags. 19. sept. 2007, frá Byggingafélaginu Glitti ehf., þar sem sótt er um lóðina Lækjarvelli 5. Glittir ehf. sækir um lóðinu Lækjarvelli 7 til vara.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Lækjarvellir 5 til Vilhjálms Kristjánssonar og lóðinni Lækjarvöllum 7 til Byggingafélagsins Glittis ehf.

 

10. Skútar, útleiga

Bréf, dags. 29. ágúst 2007, frá Ingþóri Arnari Sveinssyni og bréf, ódags., frá Smára Sigurðarsyni, Inga Þór Jóhannssyni og Halldóri Áskeli Stefánssyni þar sem óskað er eftir afnotum af jörðinni Skútum. Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindum bréfritara að sinni.

 

11. Blómsturvellir, svæði fyrir litbolta

Bréf, dags. 13. sept. 2007, frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir afstöðu Hörgárbyggðar til hugsanlegrar aðstöðu fyrir litbolta í landi Blómsturvalla. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti erindið.

 

12. Þórustaðarétt

Lagt fram minnisblað, dags. 17. sept. 2007, um Þórustaðarétt.  Málin rædd og ákveðið að réttinni verði haldið við, en ekki verði ráðist í neinar stór endurbætur að svo stöddu.

 

13. Skógarhlíðarhverfi, hnitsetning

Lagt fram minnisblað, dags. 30. ágúst 2007, um hnitsetningu og skráningu á landi sveitarfélagsins í Skógarhlíðarhverfi.

Samþykkt var að vinna að því að útlínur Skógarhlíðarhverfis verði hnitsettar og þar innan væri skógurinn, Leikskólinn á Álfasteini og íþróttavöllurinn.

 

14.  Hagsmunagæsla í úrgangsmálum

Bréf, dags. 5. sept. 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um verkefni sem sambandið er að hleypa af stokkunum um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. Kostnaður Hörgárbyggðar við verkefnið er áætlaður 13.376 kr. á ári.

Sveitarstjórn samþykkir að Flokkun ehf. verði falið að eiga aðild að verkefninu fyrir hönd Hörgárbyggðar.

 

15. Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði o.fl.

Bréf, dags. 7. sept. 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem gerð er grein fyrir samkomulagi sambandsins og Kirkjugarðaráðs um viðmiðunarreglur um kirkjugarðstæði o.fl.

Samkomulagið er lagt fram til kynningar.

 

16. Lánasjóður sveitarfélaga, heimsókn stjórnar

Tölvubréf, dags. 31. ágúst 2007, frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem skýrt er frá fyrirhugaðri heimsókn stjórnar sjóðsins um Norðurland eystra 9.-10. okt. nk.

Áætlað er að stjórnin verði í Hörgárbyggð þann 9. okt. kl. 13:30-15:00.

 

17. Reglugerð um lögreglusamþykktir

Bréf, dags. 11. sept. 2007, frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um reglugerð um lögreglusamþykktir. Drögunum er ætlað að koma í stað lögreglusamþykktar þar sem slík samþykkt er ekki gerð fyrir viðkomandi sveitarfélag.

Lagt fram til kynningar.

 

18. Sorpeyðing Eyjafjarðar bs., niðurstöður skiptastjórnar

Bréf, dags. 14. sept. 2007, frá skiptastjórn Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. þar sem gerð er grein fyrir skiptingu eigin fjár byggðasamlagsins við slit þess 30. júní 2007. Þar kemur m.a. fram að eignarhluti Hörgárbyggðar í því var 620.312 kr.

Sveitarstjórn hefur samþykkt, sbr. fundargerð 16. maí 2007 (15. mál), að eignarhlutinn verði hlutafé í Flokkun ehf.

 

19. Flokkun ehf., hluthafafundur

Boðað er til hluthafafundar hjá Flokkun ehf., 28. sept. 2007.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja hlutahafafundinn og veitir honum fullt umboð til þátttöku í fundum fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

20. Neðri-Rauðilækur, afmörkun lands vegna vegar

Vegagerðin óskar eftir samþykkt á afmörkun lands fyrir núverandi veg um jörðina Neðri-Rauðalækur skv. framlögðum uppdrætti.

Samþykkt að staðfesta uppdráttinn.

 

21. Samningur um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, viðauki

Lögð fram drög að viðauka við samning um stofnanaþjónustu fyrir aldraða milli Hörgárbyggðar og Akureyrarbæjar frá 6. júlí 2004. Viðaukinn fjallar um aðgangsrétt að nýrri viðbyggingu við Hlíð.

Sveitarstjóra falið að undirrita hf. Hörgárbyggðar framlagðan viðauka.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:53