Sláttur byrjaður
14.06.2007
Á myndinni eru bændur í Stóra-Dunhaga, Árni Arnsteinsson og Borghildur Freysdóttir, að setja hey í rúllur. Þau slógu fyrstu túnin núna í vikunni. Það gerðu líka Brakanda-bændur og og fleiri í nágrenninu. Þrátt fyrir mjög þurrt vor er sprettan þokkaleg og þurrkur hefur verið góður þessa daga. Það er því útlit fyrir að heyskapur gangi vel á þessum slóðum að þessu sinni.