Fundargerð - 13. júní 2007

Miðvikudaginn 13. júní 2007 kl. 13:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir, Unnar Eiríksson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Ráðning matráðs

Rætt var endurráðningu matráðs, sem óskar eftir viðræðum um ráðningarkjör. Skólastjóra falið að ganga frá endurráðningu matráðsins í samræmi við umræður á fundinum.

 

2. Sumarþrif á heimavist

Rætt var um fyrirkomulag á þrifum heimavistar í sumar. Ákveðið að ráða Sigurbjörgu Sæmundsdóttir og Jónínu Sverrisdóttur um þrif á heimavist á meðan skólastarf liggur niðri í sumar. Skólastjóra falið að ganga frá þessum ráðningum.

 

3. Vinnuframlag skólastjóra

Samið var við Unnar vegna skólastjóravinnu í maí og júní.

 

4. Leiksvæði

Kynnt var tillaga um innkaup á leiktækjum á leiksvæði skólans frá Jóhanni Helga & Co ehf., sbr. fundargerð nefndarinnar 26. apríl sl. Tillagan byggir á tilboði frá fyrirtækinu sem hljóðar upp á 1.518 þús. kr. auk vsk. og flutnings. Niðursetning yrði á vegum heimaaðila.

Tillagan var samþykkt.

 

5. Gisting á Miðaldadögum

Lagt fram bréf frá verkefnastjóra Gásaverkefnisins um gistingu vegna útlendinga sem væntanlegir eru á Miðaldadögum í lok júlí í sumar.

Málinu var vísað til skólastjóra til úrlausnar.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 14:30