Velheppnuð Fífilbrekkuhátíð
Fífilbrekkuhátíðin var haldin á Hrauni í einstakri veðurblíðu í gær. Þangað komu um 300 manns og nutu náttúrufegurðarinnar og tónlistar Atla Heimis Sveinssonar við nokkur ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þar blessaði líka Hannes Örn Blandon, prófastur, Jónasarvang, sem er nafnið á nýstofnuðum fólkvangi á jörðinni. Þá voru flutt nokkur ávörp á hátíðinni, þar sem m.a. kom fram að Hannes Pétursson, skáld, verður fyrstur til að búa í fræðimannsíbúðinni sem útbúin hefur verið í íbúðarhúsinu á Hrauni. Dagskránni lauk með tveimur gönguferðum um Jónasarvang sem hátíðargestir fjölmenntu í.
Hér eru nokkrar myndir frá Fífilbrekkuhátíðinni.