Fréttasafn

Sirkus á Hjalteyri

Laugardaginn 21. júní kl. 20 verður sirkussýning - musical juggling - í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Þar verða á ferð Kyle Driggs og Jay Gilligan. 1.500 kr. kostar inn, sjá hér. ...

Axel Grettisson kosinn oddviti

Á fundi sveitarstjórnar í gærkvöldi var Axel Grettisson, Þrastarhóli, kosinn oddviti og Jóhanna María Oddsdóttir, Dagverðareyri, varaoddviti. Einnig var kosið í fastanefndir. Jón Þór Benediktsson, Ytri-Bakka, var kosinn formaður skipulags- og umhverfisnefndar, Jóhanna María Oddsdóttir, formaður atvinnu- og menningarmálanefndar og Axel Grettisson formaður fræðslunefndar. Á sama fundi var ...

Fundargerð - 18. júní 2014

Miðvikudaginn 18. júní 2014 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Niðurstaða kosninga til sveitarstjórnar í Hörgársveit þann 31. maí 2014 urðu þau að J-listi Grósku fékk 139 atkvæði og þrjá menn kjörna, L-listi Lýðræðislistans fékk 80 atkvæði og einn mann kjörinn og N-listi Nýrra tíma 78 atkvæði og einn mann kjörinn. Skv....

Fífilbrekkuhátíð

Hin árlega Fífilbrekkuhátíð í Hrauni í Öxnadal verður haldin laugardaginn 14. júní kl. 14-17. Á dagskránni verður upplestur úr ljóðum Jónasar Hallgrímsonar og tónlistaratriði. Um morguninn verður gönguferð undir leiðsögn Bjarna E. Guðleifssonar frá Hrauni að Hraunsvatni. Gönguferðin byrjar kl. 9 og tekur u.þ.b. 4 klst.  ...

Viðhaldsverkefni í sundlaug

Það sem eftir er júní-mánaðar munu standa yfir minniháttar viðhaldsverkefni í sundlauginni á Þelamörk. Það mun valda skerðingu á þjónustu, sem hér segir: Þriðjudaginn 10. júní lokaði vaðlaugin (sveppurinn) og hún verður lokuð í 7 daga. Í dag, 11. júní, lokar rennibrautin og hún verður lokuð í 2 daga. Þriðjudaginn 17. júní lokar stóri potturinn og verður lokaður í 7 daga. Á meðan ver...

Sjö umsækjendur um prestsembætti

Eftirtaldir sóttu um embætti prests í Dalvíkurprestakalli, með aðsetri á Möðruvöllum: Elín Salóme Guðmundsdóttir, Elvar Ingimundarson, Eva Björk Valdimarsdóttir, Karl V. Matthíasson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Salvar Geir Guðgeirsson og Viðar Stefánsson. Frestur til að sækja um embættið rann út 3. júní síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valn...

Land fyrir stafni með augum fortíðar

Land fyrir stafni! Svo nefnist ný sýning á fágætum Íslandskortum sem er á Minjasafninu á Akureyri. Sýningin samanstendur af einstökum landakortum frá 1547-1808. Lengi vel þekktu erlendir kortagerðarmenn lítið til landsins, höfðu mögulega óljósar fregnir af því og færðu hringlaga eyju inn á Evrópukortið. Þegar framliðu stundir breyttist landið úr torkennilegri eldfjallaeyju með sjóskrímsl...

Stækkun anddyris í Þelamerkurskóla

Framkvæmdir við stækkun anddyris Þelamerkurskóla eru í fullum gangi. Búið að steypa sökkla, súlu og veggi, auk hluta af bitum. Uppsláttur undir þakplötu stendur yfir. Á næstu dögum verður lokið við að steypa bita og þakplötu og í framhaldi af því verður byrjað á endurbótum á A-álmu. Fyrsti áfangi þeirra verður að fjarlægja vegginn milli gangs og kennslustofa 1 og 2 og að fjarlægja gólf-k...

Niðurstaða kosninga

Talin hafa verið atkvæði í kosningu til sveitarstjórnar í Hörgársveit. Atkvæði féllu þannig að J-listi Grósku fékk 139 atkvæði og þrjá menn kjörna, L-listi Lýðræðislistans fékk 80 atkvæði og einn mann kjörinn og N-listi Nýrra tíma fékk 78 atkvæði og einn mann kjörinn. Auðir seðlar og ógildir voru 20. Samtals voru greidd 307 atkvæði á kjörstað og utankjörfundaratkvæði voru 10, alls 317. Á...

Kjörstaður í bókasafni Þelamerkurskóla

Í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí verður kosið í bókasafni Þelamerkurskóla, gengið inn frá neðra bílastæðinu. Almennt bílastæði kjósenda er á efra bílastæði skólans, á neðra bílastæðinu er stæði fyrir hreyfihamlaða. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 20:00....