Fréttasafn

Mesta verslunarrýmið í Hörgársveit

Athyglisverð frétt birtist á mbl.is í dag. Þar kemur fram að Hörgársveit er með mesta verslunarrými á hvern íbúa. Fréttina má lesa hér....

Gunnar Jónsson ráðinn skrifstofustjóri

Gunnar Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri á skrifstofu Hörgársveitar.  Gunnar hefur langa reynslu af skrifstofu- og stjórnunarstörfum.  Hann var sveitarstjóri í Hrísey í lok síðustu aldar, starfaði sem skrifstofustjóri hjá KMPG á Akureyri í 7 ár, var framkvæmdastjóri KA í 13 ár og hefur rekið eigið bókhaldsfyrirtæki. Hlutverk hans verður fyrst og fremst fólgið í u...

Fundargerð - 03. september 2012

Mánudaginn 3. sept. 2012 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. Auk þess voru á fundinum Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Bjarni Kristjánsson, staðgengill sveitarstjóra...

Fundargerð - 22. ágúst 2012

Miðvikudaginn 22. ágúst 2012 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson,  Helgi Þór Helgason  og Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Bjarni Kristjánsson   Þetta gerðist:   1. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 144. og 145. fundur,...

Kirkjukórinn á ferðalagi um Austurland

Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls fór í söngferðalag austur á land á dögunum. Helstu viðkomustaðir voru Eskifjörður og Höfn í Hornafirði. Ari Erlingur Arason, formaður kórsins, segir ferðina hafa verið mjög vel heppnaða.   „Við lögðum af stað fimmtudaginn 16 ágúst. Fyrsta stopp var Möðrudalur á Fjöllum og þar fengum við sögustund í kirkjunni um s...

Sæludagur í Hörgársveit heppnaðist vel

Sæludagurinn var að vanda haldinn á laugardegi um verslunarmannahelgina. Hann tókst í alla staði vel. Meiri fjöldi gesta sótti viðburði Sæludagsins en nokkru sinni áður og veðrið var eins og best verður á kosið.   Dagskráin hófst við Möðruvelli með keppni í sveitafitness þar sem bændur kepptu við vinnumenn. Þrautirnar sem keppendur þurfa að leysa eru hluti af daglegum verk...

Auglýst eftir skrifstofustjóra

Ákveðið hefur verið stofna starf skrifstofustjóra á skrifstofu Hörgársveitar og jafnframt að leggja niður starf fulltrúa á skrifstofunni. Meginforsendur þessara breytinga eru að undanfarna mánuði hafa verkefni skrifstofunni aukist frá því sem verið hefur. Stafar það bæði af nýjum lögum, sem gera meiri kröfur en áður til stjórnsýslu sveitarfélaga, og fjölþættari „heimatilbúnum“ verkefnum en áður. S...

Göngustígar á Gásum

Hópur sjálfboðaliða frá SEEDS samtökunum hefur unnið að gerð göngustíga um forleifasvæðið á Gásum. Með þessu opnast skemmtileg gönguleið sem liggur í hring, hefst og endar við bílastæðið á Gásum. Hópurinn sem vann að þessu kemur frá ýmsum löndum, Grikklandi, Ítalíu, Belgíu, Bandaríkjunum og Lettlandi og hefur unnið mjög gott starf.  ...

Eyðibýlarannsókn í Eyjafirði

Þessa dagana er verið að rannsaka eyðibýli og yfirgefin hús í Eyjafirði. Rannsóknin er hluti af rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu "Eyðibýli á Íslandi", sem er á vegum áhugamannafélags sem arkitektar, sagnfræðingar og jarðfræðingar o.fl. standa að. Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin yfirgefin hús á Íslandi. Í framhaldinu að kanna...