Fundargerð - 22. ágúst 2012
Miðvikudaginn 22. ágúst 2012 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Fundarritari: Bjarni Kristjánsson
Þetta gerðist:
1. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 144. og 145. fundur, 16. maí og 20. júní 2012
Fyrri fundargerðin er í sex liðum, auk afgreiðslu á fimmtán umsóknum um starfsleyfi. Tvær starfsleyfisumsóknanna eru úr Hörgársveit, vegna reksturs gistiheimilis og veitingaþjónustu í Engimýri og rekstur kaffihúss á Hjalteyri. Að öðru leyti varðar fundargerðin ekki Hörgársveit með beinum hætti. Fundargerðinni fylgir ársreikningur heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu umræddra starfsleyfa. Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana
Síðari fundargerðin er í sjö liðum, auk afgreiðslu á nítján umsóknum um starfsleyfi. Enginn þessara atriði varðar Hörgársveit með beinum hætti.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættisins, 9. ágúst 2012
Í fundargerðinni er stuttlega greint frá starfsemi embættisins á s. l. ári og kostnaði við rekstur þess. Hlutur Hörgársveitar í þeim kostnaði var kr. 1.169.463,00.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 11. fundur, 20. ágúst 2012
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulag vegna fjósbyggingar á Moldhaugum og verkfærageymslu í Hraukbæ. Skipulagstillögurnar hafa verið auglýstar eins og lög gera ráð fyrir og rann athugasemdafrestur út hinn 8. ágúst 2012. Engar athugasemdir bárust við tillögurnar. Þá leggur nefndin til að tillögur samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar um breytingar á áður kynntri lýsingu skipulagsins verði samþykktar. Lokaliður fundargerðarinnar fjallar um erindi Skútabergs ehf. um framlenginu til sex mánaða á áður útgefnu rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnisvinnslu í landi Skúta. Nefndin leggur til að boðað verði til fundar með aðilum til að ræða framhalds málsins.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur nefndarinnar og felur sveitarstjóra og oddvita að boða sem fyrst til umrædds fundar. Jafnframt verði boðað til fundar með öðrum efnistökuaðilum sem ekki hafa gilt framkvæmdaleyfi.
4. Ráðning skrifstofustjóra
Lagt fram yfirlit með nöfnum umsækjenda um starf skrifstofustjóra hjá Hörgársveit. Samtals bárust 22 umsóknir um starfið en tveir hafa dregið umsóknir sínar til baka. Fimm umsækjendur voru boðaðir til viðtals við oddvita, varaoddvita og sveitarstjóra sl. föstudag hinn 17. ágúst. Þessir aðilar mæla með að Gunnar Jónsson, Akureyri, verði ráðinn til starfans.
Sveitarstjórn samþykkir þá tillögu.
5. Snjómokstur veturinn 2012-2013
Sveitarstjórn samþykkir að leita til sömu aðila um snjómokstur og önnuðust hann s. l. vetur. Þessir aðilar voru G. Hjálmarsson hf. (Lónsbakki og Laugaland), Hvammsbræður (Hjalteyri) og Sverrir á Djúpárbakka (Möðruvellir). Þeim verði boðin hækkun á þá umsamið tímagjald sem miðast við breytingar á launavísitölu til 1. sept. 2012. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við fyrrnefnda aðila.
6. Berghóll II, brottflutningur
Á fundi sveitarstjórnar 20. júní 2012 var hafnað þeim tillboðum sem borist höfðu í Berghól II.
Ákveðið að leita til fasteignasölu um sölu á húsinu.
8. Endurskoðun
Fyrirliggjandi eru tvö bréf sem varða endurskoðunarmál. Annað, sem er dagsett í júlí 2012, er frá skrifstofu PricewaterhouseCoopers ehf. á Akureyri. Þar er frá því greint að nýir yfirmenn hafi tekið við stjórn skrifstofunnar á Aklureyri eftir að nokkrir starfsmenn þar sögðu upp störfum fyrr á árinu. Fyrirtækið býður áfram þjónustu sína en sveitarstjórn hafði á fundi sínum hinn 21. sept. 2011 samþykkt að semja við fyrirtækið um löggilda endurskoðun og reikningsskil sveitarfélagsins fyrir árin 2011-2014. Hitt er dagsett 15. ágúst 2012 og er frá nýstofnuðu fyrirtæki fyrrverandi starfsmann PwC á Akureyi, Enor ehf. Fyrirtæki þeirra býður einnig endurskoðunarþjónustu.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að víkja frá tilvitnaðri bókun frá 21. sept. 2011.
9. Hraun í Öxnadal ehf., hluthafafundur
Fyrirhugað var að halda hluthafafund laugardaginn 25. ágúst 2012 en honum hefur nú verið frestað til 22. sept.
10. Gerði/Þúfnavellir II, breyting á landamerkjum
Fyrir liggur bréf, dags. 1. ágúst 2012, frá Ívari Ólafssyni, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að hún samþykki lítils háttar breytingu á landamerkjum jarðanna Gerðis og Þúfnavalla II sbr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem leggur bann við "að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum nema samþykki sveitarstjórnar komi til." Með erindinu fylgir samþykki málsaðila fyrir breytingunni dags. 31. mars 2012 ásamt loftmynd frá Búgarði í mælikv. 1:4000 í A4, teikn. 25.10.2010 ghg. Hnit landamerkjapkt. koma fram á myndinni.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna.
11. Alþingi, breyttar áherslur við fjárlagagerð
Lagt fram bréf dags. 18. júní 2012, frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem kynntar eru breyttar áherslur við fjárlagagerð.
Lagt fram til kynningar.
12. Fjarskiptamál
Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu sem er svar við erindi Hörgársveitar dags. 2. ág. sl. þar sem gerð er grein fyrir stöðu í fjarskiptamálum í Hörgársveit. Í svarinu kemur fram að erindið verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar sjóðsins í lok ágúst.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.