Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hefur gert samninga við Stóra Dunhaga ehf. og Róbert Jósavinsson í Litla Dunhaga um leigu á ræktunarlandi og fjósi á Möðruvöllum í Hörgárdal fyrir búrekstur. Áður hafði LbhÍ leigt Þórði Sigurjónssyni og fjölskyldu fjárhús, tún og beitarhólf fyrir sauðfjárrækt. Með þessum samningum hefur LbhÍ tryggt sér með hagkvæmum hætti, áframhaldandi aðgang að góðri rannsóknaaðstöðu á Möðruvöllum.
(Fréttatilkynning frá Lbhí)