Kjörskrá, kjörstaður
20.05.2014
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga í Hörgársveit 31. maí 2014 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá og með 21. maí 2014 til kjördags. Athugasemdir við kjörskrána eiga að berast skrifstofu sveitarfélagsins.
Kosið verður í bókasafni Þelamerkurskóla, gengið inn frá neðra bílastæði. Almennt bílastæði kjósenda verður á efra bílastæði skólans, á neðra bílastæðinu verða stæði fyrir hreyfihamlaða.