Heimavist á Þelamörk breytt í íbúðarhúsnæði?
25.11.2019
Stefnt er að því að húsnæði að Laugalandi á Þelamörk, sem áður var heimavist fyrir Þelamerkurskóla, verði breytt í hagkvæmt íbúðarhúsnæði á næstunni. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu í 23. nóv. s.l. viljayfirlýsingu þess efnis en yfirlýsingin felur í sér aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgársveit.