Lagning ljósleiðara
09.05.2014
Gerður hefur verið samningur við Tengi hf. á Akureyri um að leggja á næstu misserum ljósleiðara um allan þann hluta sveitarfélagsins sem ekki hefur aðgang að honum nú þegar. Um er að ræða Lónsbakka, Kræklingahlíð, Þelamörk, Hörgárdal (nema ysta hluta hans) og Öxnadal. Á þessu svæði eru alls 125 íbúðarhús, auk allmargra frístundahúsa. ...