Fundargerð - 06. maí 2014

Þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.

 

Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Garðar Lárusson og Sunna H. Jóhannesdóttir, nefndarmenn, og auk þess Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi starfsfólks Þelamerkurskóla, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Málefni Þelamerkurskóla:

 

1. Um námshópa og starfsmannahald skólaárið 2014-2015

Rætt um skiptingu nemenda í námshópa og starfsmannahald miðað við 82 nemendur á skólaárinu 2014-2015 og jafnframt um hugsanlegar breytingar á fjölda og samsetningu námshópanna.

 

2. Olweuskönnun, niðurstöður

Gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar á árangri Olweusar-áætlunar gegn einelti, sem gerð var í febrúar 2014. Skv. henni er árangur áætlunarinnar mjög góður þriðja árið í röð

 

3. Verðskrá útleigu

Lögð fram drög að verðskrá fyrir útleigu o.fl. og tillögu að reglu um fyrirkomulag þegar um er að ræða félög í sveitarfélaginu.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að verðskrá fyrir útleigu í Þelamerkurskóla verði samþykkt og ennfremur  að eftirfarandi regla verði sett: „Þegar húsnæði skólans og/eða búnaður hans er leigður hópum eða félögum í Hörgársveit skal gefa út reikning fyrir útleigunni. Óski leigutaki eftir að fá leiguna fellda niður getur hann sótt til sveitarstjórnar um styrk á móti henni.“

 

 

Sameiginleg málefni:

 

4. Starfsáætlanir grunnskóla og leikskóla skólaárið 2014-2015, staðfesting

Lögð fram drög að skóladagatali Þelamerkurskóla og drög að skóladagatali Álfasteins fyrir skólaárið 2014-2015.

Fræðslunefnd samþykkti að staðfesta framlögð drög að starfsáætlunum Þelamerkurskóla og Álfasteins fyrir skólaárið 2014-2015.

 

 

Málefni Álfasteins:

 

5. Starfsmannahald, verklag við ákvarðanatöku

Rætt um hvort tilefni er til að viðhafa tiltekið verklag við árlega ákvarðanatöku um starfsmannahald í Álfasteini.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:30.