Atvinna - Þelamerkurskóli

Þelamerkurskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 80% starf
 
Þelamerkurskóli óskar eftir barngóðri og metnaðarfullri manneskju í 80% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 
Starfið er fjölbreytt en helstu verkefni og ábyrgð eru:
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi.

  • Vinna í teymi með kennurum.

  • Styðja við styrkleika og hæfileika nemenda og aðstoða þá varðandi hegðun, umgengni, samskipti og vinnubrögð innan sem utan kennslustofu.

 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gott vald á íslensku

  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur

  • Reynsla af starfi með börnum á leik- og/eða grunnskólaaldri

  • Hæfni í samskiptum við börn og fullorðna, frumkvæði og framtakssemi

  • Ánægja af að starfa með börnum

  • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Sveigjanleiki og jákvæðni gagnvart fjölbreytileika í skólastarfi

 
Umsóknarfrestur er t.o.m. 17. október 2024
 

Ferilskrá og umsókn skal senda á netfang skólastjóra annarosa@thelamork.is Laun eru greidd skv. kjarasamningum Einingar/Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Upplýsingar um Þelamerkurskóla er að finna á heimasíðu skólans, https://www.thelamork.is

Frekari upplýsingar veitir Anna Rósa Friðriksdóttir, skólastjóri, annarosa@thelamork.is og í síma 460-1770.