Hirðing á rúlluplasti hjá bændum

Hirðing á rúlluplasti hjá bændum

Vegna skrifa á íbúasíðu Hörgársveitar varðandi hriðingu á rúlluplasti hjá bændum er rétt að koma eftirfarandi á framfæri:

  1. Hirðing á rúlluplasti er ekki á vegum sveitarfélagsins.

 

  1. Sveitarfélagið er ekki með samning við hirðingarfyrirtæki vegna hirðingar á rúlluplasti og sveitarfélagið innheimtir ekki þjónustugald af bændum vegna hirðingar á rúlluplasti.

 

  1. Því hefur sveitarfélagið beint málum vegna þessa beint til fyrirtækisins.

 

  1. Samkvæmt upplýsingum frá hirðingarfyrirtækinu sem þjónustar bændur í Hörgársveit varðandi rúlluplast var hirðingu á sínum tíma komið á með samstarfi bænda og samtaka þeirra og fyrirtækisins með því að fyrirtækið tæki að sér hirðingu gegn því að það fengi á móti þær greiðslur sem fást fyrir plastið til endurvinnslu. Mismunun sem kann að vera á hirðingu er því ekki á ábyrgð sveitarfélagsins heldur sér hirðingarfyrirtækið um allt skipulag hirðingar og ber ábyrgð á henni.

 

  1. Sveitarfélagið fær engar greiðslur af rúlluplasti til endurvinnslu enda ber það engan kostnað af hirðingu þess.

 

  1. Hirðingardagar á rúlluplasti hafa verið settir inn á sorpdagatal Hörgársveitar að beiðni hirðingarfyrirtækis til að auðvelda bændum að fylgjast með skipulagi hirðingar á rúlluplasti.

 

  1. Þau gjöld sem sveitarfélagið innheimtir vegna sorphirðu eru vegna hirðingar og förgunar á heimilissorpi og sorpgjald vegna búreksturs sem er innheimt vegna hirðingar og förgunar á dýraleifum.

 

  1. Sveitarfélagið er með samning við fyrirtæki vegna þessarar sorphirðu sem getið er í lið 6 og ber ábyrgð á henni ásamt hirðingarfyrirtækinu.

 

  1. Sveitarfélagið annast almennt ekki hirðingu og förgun á úrgangi frá fyrirtækjum.

 

  1. Sveitarfélaginu er skylt samkvæmt lögum að láta þjónustugjöld mæta kostnaði við sorphirðu.

 

  1. Þrátt fyrir ofanritað er ætlun sveitarfélagsins að eiga samtal við hirðingarfyrirtkækið og samtök bænda með það að markmiði að bættu skipulagi verði komið á þessi mál.