Fundargerð - 08. janúar 2007

Mánudaginn 8. janúar 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, formaður, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri. Þetta gerðist:   1. Gásir, fyrirspurn um skipulag Á fundinn kom Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Lífsvals ehf. sem er landeigandi á Gásum. Hann g...

Fjárhagsáætlun og framkvæmdir

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar afgreiddi fjárhagsáætlanir sveitarsjóðs, Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2007 skömmu fyrir jól. Áætlaðar skatttekjur eru 164 milljónir kr. sem er 11% hækkun frá áætlun ársins 2006. Gert er ráð fyrir framkvæmdafé frá rekstri upp á 13 millj. kr. Heildarfjárhæð til framkvæmda er 20,4 milljónir, mismunurinn er fjármagnaður með lántöku og lækkun á h...

Nýr forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Núna um áramótin lét Helgi Jóhannsson af störfum sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, eftir 14 ára starf. Hann var forstöðumaður hennar frá upphafi. Við starfinu tók Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Kona hans er Sveindís Benediktsdóttir, sem ættuð er frá Brakanda í Hörgárdal. Um leið og Helga eru þökkuð störf hans við uppbyggingu og rekstur Í...

Aurskriða í Öxnadal

Í gærmorgun féll stór aurskriða við Steinsstaði II í Öxnadal. Hún skemmdi töluvert af túnum, og girðingar líka. Myndin til vinstri sýnir skriðuna frá gamla veginum, hér er mynd sem sýnir hana frá þjóðvegi. Þá eyðilagðist gamalt fjárhús í Mið-Samtúni í ofsaveðrinu á dögunum, sjá mynd hér þar sem sést að búið er að fergja hluta af brakinu úr húsinu og svo er önnur hér....

411 íbúar í Hörgárbyggð

Hagstofan gaf í dag út tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum landsins 1. des. sl. Skv. þeim voru íbúar Hörgárbyggðar þá alls 411 og fjölgaði um 3,0% frá fyrra ári. Meðalfjölgun íbúa á landinu frá 2005 til 2006 var 2,6%, svo að fjölgunin í Hörgárbyggð var yfir landsmeðaltali. Í Eyjafirði var fjölgunin mest í Hörgárbyggð, næst koma Eyjafjarðarsveit og Dalvíkurbyggð með 2,0% f...

Margar aurskriður í Hörgárdal

Margar aurskriður hafa fallið síðasta sólarhringinn í fremri hluta Hörgárdals. A.m.k. sex aurskriður hafa fallið frá Myrká að Staðarbakka, beggja vegna dalsins, auk einnar stórrar aurskriðu austan dalsins á móts við Þúfnavelli. Gera má ráð fyrir að skriðurnar séu mun fleiri á þessum slóðum. Vegurinn að Staðarbakka lokaðist vegna aurskriðu sem féll á veginn þangað og s...

Skriða í Skriðu

Í morgun féll aurskriða skammt sunnan við Skriðu í Hörgárdal. Aurskriðan tók í sundur tvær girðingar, fjallsgirðingu og 100 m kafla af girðingu við veginn. Hún fór líka yfir tæplega 2 hektara stórt ræktunarland, svo að tjónið er talsvert. Vegurinn milli Skriðu og Lönguhlíðar var lokaður í nokkra klukkutíma. Í gær flæddi vatn inn á gólf í sláturhúsi B. Jensen, þegar klakastífla myndaðist í Lóninu o...

Samstarf um uppbyggingu á Gásum

Í gær, 18. desember, var undirritað samkomulag milli Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu ferðamannastaðar á Gásum.  Undirskriftin fór fram í skötuveislu um borð í Húna II sem liggur við Torfunesbryggjuna á Akureyri. Samkomulagið kveður á um áframhald þeirrar vinnu að gera minjar hins forna Gásakaupstaðar aðgengilegar og koma fót góðri aðstöðu og sýnin...

Fundargerð - 18. desember 2006

Mánudaginn 18. desember 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 9. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1. Fun...

Hlíðarbær endurvarpar stafrænu sjónvarpi

Hlíðarbær hefur fengið viðbótarhlutverk við það að hýsa skemmtanir, fundir og ráðstefnur. Þar er komin upp aðstaða fyrir móttöku- og sendibúnað fyrir stafrænt sjónvarp handa þeim í nágrenninu sem þess óska, bæði vestan og austan Eyjafjarðar. Þá eru framkvæmdir við endurnýjun aðalsalarins í Hlíðarbæ í fullum gangi, en þær byrjuðu fyrir tæpum tveimur mánuðum. Sett er nýtt loft í ...